Útrunnið kjöt

Matur er ekki endilega ónýtur þótt hann sé kominn fram yfir síðasta neysludag. Framleiðandinn setur síðasta neysludag á umbúðirnar til að tryggja sig gegn kvörtunum en yfirleitt endist matur mun lengur, einkum ef hann er í lofttæmdum umbúðum. Matur lýgur ekki að manni. Ef hann lyktar eðlilega og bragðast vel þá er hann í lagi.

Ef þú átt útrunnið kryddað kjöt, skaltu skola kryddið af því með köldu vatni áður en þú dæmir það ónýtt. Kryddið skemmist miklu fyrr en kjötið og það er oft hægt að bjarga kjöti á þennan hátt.

Fífilvín

Ég var 8 ára þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki.

Kona í þorpinu hafði sagt okkur Hildi að í hennar ungdæmi hefðu fíflar verið notaðir til víngerðar. Ég fann hjartað í mér missa úr nokkur slög. Við Hildur höfðum vikum saman velt því fyrir okkur hvernig við gætum orðið ríkar en tombóluhugmyndin var fullreynd, við vorum of ungar til að fá vinnu í frystihúsi og við þekktum engan sem hafði orðið ríkur á því að ýta barnavagni 3 ferðir upp og niður Njarðvíkurbrautina.

Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa