Í kjölfar fréttar af íslenskum presti sem gerðist svo smekklegur að ljóstra upp gömlu fjölskylduleyndarmáli, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu, hafa heitar umræður farið fram, m.a. í skotgröf DV þar sem ég, séra Baldur og fleiri hafa skipst á skoðunum um þetta sérstaka mál. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Prestar haldi sig við að blessa brauð en láti lögguna um glæpamál
Ég er ekkert sérstaklega hrifin af lögreglunni, hvorki stofnuninni sem slíkri né frammistöðu hennar almennt. Einkavæðing ofbeldis kann ekki góðri lukku að stýra og ekki von að vel fari þegar fólki er kennt að hlýða yfirmönnum í blindni. Halda áfram að lesa
Þeir sem þora þegar aðrir þegja
Til er fólk sem gerir heiminn að betri samastað, þrátt fyrir að það búi ekki yfir neinni snilligáfu, hafi hvorki völd né auð og sé ekki endilega neitt sérstaklega vinsælt heldur. Þetta er fólkið sem þorir þegar aðrir þegja.
-Barnið sem stendur eitt gegn skólafélögum sínum þegar einhver úr bekknum er lagður í einelti.
-Unglingurinn sem hefur sambandi við foreldrana þegar sá vinsælasti í hópnum ætlar að setjast drukkinn undir stýri.
-Unga konan sem neitar að taka þátt í því að baktala yfirmann sinn en fer hinsvegar beint til hans og segir honum hvað hún er ónægð með.
-Konan sem stendur uppi í hárinu á stórfyrirtæki sem stefnir heilsu starfsfólks og íbúa svæðisins í voða með óhóflegri mengun, enda þótt það kosti hana starfið.
-Ungi hermaðurinn sem í stað þess að taka þátt í myrkraverkum, kemur upplýsingum um stríðsglæpi á internetið, enda þótt hann viti að hann eigi á hættu fangavist og jafnvel pyntingar fyrir vikið.
-Þingmaðurinn sem neitar að ganga gegn þeim málum sem honum var treyst fyrir, enda þótt andstaðan við flokkinn kunni að kosta hann þingsætið.
-Allt fólkið sem rís gegn kynþáttahyggju, ritskoðun, mannréttindabrotum, dýraofbeldi og umhverfisspjöllum, vitandi að það getur átt á hættu að vera dregið fyrir dóm, fangelsað, pyntað og í nokkrum tilvikum drepið vegna skoðana sinna.
Þetta eru broddflugur samfélagsins, fólkið sem talar þegar aðrir láta sér nægja að hugsa, fólkið sem gerir þegar aðrir láta sér nægja að tala. Fólkið sem veit að því fleiri sem styðjast við eigin dómgreind og réttlætiskennd, því meira misrétti er hægt að uppræta. Fólkið sem þorir þegar aðrir þegja.
Og svo eru annarskonar hetjur. Annarskonar fólk sem þorir þegar aðrir þegja. Fólkið sem þorir að ausa þá svívirðingum sem hafa annað sjónarmið og líta ekki á ákveðið útlit sem sáluhjálparatriði. Fólk sem af hetjulegu hugrekki sínu kallar þá sem hafa önnur lífsgildi rasshausa og sandpíkur án þess að skýra á nokkurn hátt hvað sé athugavert við skoðanir þeirra.
Mikið óskaplega kemur það veröldinni nú vel að til skuli vera fólk sem býr yfir öðru eins hugrekki.
Að þora þegar aðrir þegja
Þegar vinur minn var á unglingsaldri afstýrði hann eitt sinn hópnauðgun.
Atvikið byrjaði sem ósköp sakleyisislegur kitluleikur en vatt einhvernveginn upp á sig. Að lokum var leikurinn farinn að bera verulegan keim af ofbeldi og vinur minn og einn annar tóku í taumana og stöðvuðu leikinn.
Hann segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort þeir hefðu jafnvel tekið þátt í þessu ef þeir hefðu verið með frá upphafi og hann er ekki í vafa um að telpunni hefði verið nauðgað ef þeir félagar hefðu ekki mótmælt því aðrir sem voru óvirkir horfðu bara á en sögðu ekki neitt.
Þetta voru bara venjulegir strákar en múgæsingur er lúmskur andskoti og voðaverki var afstýrt af því einhver þorði að tala þegar hinir þögðu.
Er brundfyllisgremja fyndin?
Ég held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.
Af merkingu orða
Skömmu eftir að ég flutti til Danmerkur, spurði ég vinnufélaga mína út í merkingu staðarnafna. Sérstaklega lék mér forvitni á merkingu endinganna t.d. -strup, -rup, -lev, -böl, o.fl. Svörin sem ég fékk voru öll á þá leið að þessir orðhlutar merktu ekkert, þetta væru bara nöfn. Og þetta átti ekki bara við um endingar. Mér finnst t.d. líklegt að Bojskov merki Beykiskógur. Þar er mikið af beyki og mér dettur í hug að boj- sé komið úr þýsku eða eldri dönsku en á tveimur árum hef ekki fengið staðfestingu á grun mínum um Beykiskóginn, né hefur neinn gefið mér aðra skýringu. Fólk segir bara að Boj- merki ekki neitt, það sé bara nafn. Halda áfram að lesa
Það nauðgar enginn konu að gamni sínu
Forsíðufrétt gærdagsins vakti mér óhug en þó fyrst og fremst hryggð.
Harmleikur, örvænting, neyð, voru fyrstu orðin sem komu upp í hugann. Þrátt fyrir hryllinginn fann ég til samúðar með stúlkunni. Ég ímyndaði mér að hún hlyti að vera búin að ganga í gegnum miklar þjáningar og að hún væri á einhvern hátt fórnarlamb aðstæðna fyrst hún gat gert sig seka um slíkt voðaverk. Það kom illa við mig að sjá upphrópanir á borð við grimmd, kvikindi, útlendingur. M.a.s. orðið barnamorðingihljómaði á einhvern hátt yfirgengilegt enda þótt þarna hafi barn vissulega verið myrt. Halda áfram að lesa