Nokkrar spurningar til séra Baldurs

Í kjölfar fréttar af íslenskum presti sem gerðist svo smekklegur að ljóstra upp gömlu fjölskylduleyndarmáli, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu, hafa heitar umræður farið fram, m.a. í skotgröf DV þar sem ég, séra Baldur og fleiri hafa skipst á skoðunum um þetta sérstaka mál.

Séra Baldur lítur svo á að í þessu tilfelli hafi trúnaðarskylda ekki átt við. Einhver þurfi að tala fyrir þá sem ekki eru einfærir um að gæta hagsmuna sinna, sem munu í þessu tilfelli felast í því að ljót saga sé reifuð á internetinu. Séra Baldur virðist ekki vita að það er einmitt þessvegna sem barnaverndaryfirvöld voru fundin upp en kirkjunnar menn virðast reyndar almennt fremur illa upplýstir um muninn á verksviði geistlegra yfirvalda og veraldlegra. Séra Baldur virðist heldur ekki gera sér grein fyrir muninum á því að ræða viðkvæm mál við þá sem hugsanlega gæti komið málið við, t.d. yfirvöld og nánustu aðstandendur og því að setja það á internetið.

Þar sem séra Baldur virðist ekki sjá neitt athugavert við þetta framtak sitt, enda hafi konan ekki borið ábyrgð á ofbeldinu sjálf og það eigi því ekki að vera henni til neinnar hneisu að ræða það, langar mig að spyrja hann nánar út í stefnu sína í þessum efnum.

Kæri séra Baldur

Nú vill svo til að ég á vinkonu sem fyrir mörgum árum fór frá manninum sínum. Hann var nefnilega búinn að lemja hana svo oft og illa að hún þoldi ekki lengur við. Þetta hjónaband setti mark á hana til lífstíðar, hún hefur t.d. aldrei þorað að giftast eða fara í sambúð aftur. Nú er þetta ofbeldi vitanlega ekki hennar sök en engu að síður hefur hún kosið að ræða þetta ekki við aðra en nánustu vini sína.

Ef þú færð það verkefni að skrifa líkræðu fyrir þessa vinkonu mína og bróður hennar finnst allt í lagi að þetta komi fram, muntu þá segja kirkjugestum að vinkona þeirra hafi verið lamin eins og harðfiskur og birta svo líkræðuna á blogginu þínu?

Vinur minn varð fyrir því að kærastan hans hélt fram hjá honum með besta vini hans. Þegar hann komst að því var hún orðin ólétt. Hún fór frá honum og kenndi vininum barnið enda þótt vinur minn væri þess fullviss að hann væri pabbinn. Þetta varð honum mikið áfall, hann fór að drekka óhóflega og hefur verið fremur gæfusnauður síðan. Hann nefnir þetta aldrei við nokkurn mann og aðeins fáir vita af þessu.

Ef þú jarðar þennan vin minn muntu þá ræða þetta mál við útför hans? Og setja það svo á netið?

Önnur vinkona mín er með stómíu. Af einhverjum ástæðum er það henni mikið feimnismál en það er vegna læknamistaka sem hún þarf á þessu hjálpartæki að halda. Hún þjáist fyrir þetta og þar sem hún varð að gefa upp á bátinn glæstan feril sinn sem nærfatafyrirsæta, hefur þetta haft afgerandi áhrif á líf hennar.

Ef hún deyr og þú verður beðinn að jarða hana, mun líkræðan þá snúast um þetta slys og áhrif þess ef systur hennar finnst það viðeigandi? Muntu setja mynd af stómíunni á bloggið þitt?

Myndirðu svara einhverju ofangreindra dæma á annan hátt ef viðkomandi væri geðveikur?
Telur þú að geðsjúkdómar létti þagnarskyldu af prestum?

 

One thought on “Nokkrar spurningar til séra Baldurs

  1. ——————————————-

    Þú bjargar þér ekkert EVA með vaðli. Þú komst einfaldlega inn í mál frá röngu horni og ert (óvart?) kominn í hóp þeirra sem vilt hylma yfir með kynferðisofbeldismönnum. Sorrý.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 11:29:55

    ——————————————-

    Viltu ekki bara svara þessum spurningum Baldur.

    Posted by: Eva | 6.07.2011 | 11:45:02

    ——————————————-

    > og ert (óvart?) kominn í hóp þeirra sem vilt hylma yfir með kynferðisofbeldismönnum

    Baldur þekkir þann hóp vel.

    Posted by: Matti | 6.07.2011 | 11:52:09

    ——————————————-

    Þetta með yfirhylminguna er óheyrilega ósmekkleg athugasemd sem ég hirði ekki um að svara.
    Ég gæti kannski skilið hugmyndina um að hylma yfir ef hér hefði verið komið upp um einhvern en því er ekki að heilsa. Og það er víst einhver annar en ég sem þarf að bjarga sér í þessu máli.

    Posted by: Eva | 6.07.2011 | 12:04:20

    ——————————————-

    Ég er sammála séra Geir Waage, presturinn er sálusorgari en ekki lögregla, barnaníðingar eiga líka athvarf hjá Kristi

    Posted by: Guðmundur Ólafsson | 6.07.2011 | 12:53:49

    ——————————————-

    Nú spyr ég voðalega vitlaus: Er nokkuð búið að afhjúpa brotamanninn? Veit nokkur hver það er? Er ekki líka einhver hætta á að getgátur um mögulegan brotamann fari illa með fjölskyldulífið? Menn spyrja sig kannski hvort það hafi verið pabbi, frændi eða afi konunnar án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því.

    En Baldur mætti svara spurningunum. Eins og hann kom vel út þegar hann sagði sig frá Kirkjuþingi þá er hann að koma illa út með þessu útspili sínu.

    Posted by: Jói | 6.07.2011 | 13:48:54

    ——————————————-

    Þakka þér fyrir skrif þín Eva. Svo sannarlega þarf að velta öllum hliðum upp.

    Posted by: Steina | 6.07.2011 | 14:35:53

    ——————————————-

    Thad er ekkert mál eins Eva. Í thessu tilfelli eins og alltaf vann ég med nánasta adstandenda og taldi og tel rétt ad málid komi fram Til skilnings á lífshlaupi. Fórnarlömb kynferdisglæpa minnka ekki thó upplyst sé og tharna var ekki um neina thagnarskyldu ad ræda. Ámælisvert hefdi verid ad skauta yfir atburdinn og hefdi talist thöggun ekkert annad. Thú fyrirgefur en mér finnast greinargerdina thínar um thetta tómur vadall med undirliggjandi andúd á kirkju og prestum. Kv.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 15:22:38

    ——————————————-

    Thú virðist haldinn þeim misskiloningi EVA að fórnarlambið minnki við misnotkun. Thetta er furðuleg rökleysa.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 15:40:00

    ——————————————-

    Baldur sem er hluti af kirkjunni sem er með allt niðrum sig… telur greinilega að hann og kirkjan fái prik fyrir þetta.

    Nei Baldur. Það færðu ekki.

    Þú ert hluti af ógeðfelldu bákni og fólk sér í gegnum svona tilraunir.

    Posted by: Einar | 6.07.2011 | 16:17:42

    ——————————————-

    Nei Baldur það er ekkert í mínum málflutningi sem bendir til þess að mér finnist fórnarlamb minnka við misnotkun. Þetta er undarleg túlkun hjá þér að þarna hafi ekki verið um þagnarskyldu að ræða. Í þessum pistli spyr ég hreint út hvort þú myndir túlka þagnarskylduna á sama hátt í öðrum tilvikum, það væri fínt að fá svör við því.

    Posted by: Eva | 6.07.2011 | 16:18:21

    ——————————————-

    Baldur:

    Auðvitað ertu bundinn þagnarskyldu um svona mál, hvort sem þú vinnur með aðstandanda við undirbúnings ræðunnar.

    Hef misst allt álit á þér eftir að þú setur leyndarmál konunnar, leyndarmál sem hún nb. sagði engum frá í lifanda lífi og þú gólar þetta yfir kistu hennar og setur síðan á INTERNETIÐ.

    Eigðu skömm fyrir !

    Posted by: Sigmar | 6.07.2011 | 16:20:31

    ——————————————-

    Thid erud nú meira fólkid. Viljid thagga nidur hrædilegan glæp og mér syynist ad eva vilji thagga nidur hemilisofbeldi líka?

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 19:07:28

    ——————————————-

    Séra Baldur, ætlarðu að segja mér að þú lítir svo á að það jafngildi þöggun að vaða ekki með persónuleg mál í fjölmiðla? Ef nágrannar mínir lemja börnin sín, er ég þá að þagga málið niður ef ég held ekki ræðu um það sem búið er að ganga á á heimilinu í fjölskyldusamkvæmi og rýk svo með hana í fjölmiða?

    Posted by: Eva | 6.07.2011 | 20:28:02

    ——————————————-

    Eftir að hafa hlustað á Baldur í útvarpi fór ég meira yfir á hans skoðun. Nú er ég eiginlega staddur milli vina, Geirs, Baldurs og Evu. Hvar fæ ek höfdi hallad…?

    Posted by: Guðmundur Ólafsson | 6.07.2011 | 21:08:39

    ——————————————-

    Frekar einfalt Guðmundur. Tvær aðferðir í boði:

    a) Þú tekur mestu niðurlægingu sem þú hefur orðið fyrir í lífinu og spyrð sjálfan þig hvort þú viljir að vinir og vandamenn verði upplýstir um hann í jarðarförinni þinni og sagan svo sett á netið.

    b) Þú spyrð sjálfan þig hvort þú kærir þig um að vera upplýstur um óhugnanlegt leyndarmál ástvinar í jarðarförinni hans og sjá svo sömu sögu í fjölmiðlum daginn eftir.

    Posted by: Eva | 6.07.2011 | 21:52:03

    ——————————————-

    Eda thú spyrd thig hvort ad thagga eigi nidur kynferdisofbeldi gagnvart barni. Málid liggur alveg ljóst fyrir. Thad er glæpur ad hilma yfir glæp og tharna var farid ad ósk nánasta og dómgreind fagmanns rédi ferdinni. Thetta var ekki venjulegur glæpur. Hún var svift thví ad hafa venjulega ævI.
    Komid nóg af thöggun í íslensku samfélagi. Annars vegar hefurdu fagmann sem thekkir málid hins vegar manneskju sem thekkir thad ekki neitt.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 23:11:36

    ——————————————-

    Thetta var ekki óhuggulegt leyndarmál heldur hlutir sem thurftii ad segja upphátt. Vard ad segja upphátt. Eva veit ekkert hvad hún er ad tala um.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 23:15:06

    ——————————————-

    Thetta var ekki óhuggulegt leyndarmál heldur hlutir sem thurftii ad segja upphátt. Vard ad segja upphátt. Eva veit ekkert hvad hún er ad tala um.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 23:15:31

    ——————————————-

    A) lidurinn tjáir thann misskining evu ad barn minnki vid thad ad ofbeldi gegn tví sé upplyst.

    Posted by: Baldurkr | 6.07.2011 | 23:18:23

    ——————————————-

    Ég sé ekki betur en að þú Baldur sért að reyna að næla sér í jákvæða athygli með þessu skammarlega athæfi.
    Fórnarlömb kynferðisofbeldis upplifa ofbeldið sem niðurlægingu, hvort sem þau eru börn eða fullorðin. Ef konan hefur kosið að tjá sig ekki um ofbeldið í lifanda lífi þá er það óafsakanlegt trúnaðarbrot að gaspra um það við alþjóð yfir henni látinni og hefur nákvæmlega ekkert upp á sig nema kannski fyrir persónu þína Baldur.
    Höfum varann á okkur og reynum að vernda LIFANDI börn og hvetja LIFANDI fólk til að leita sér hjálpar og segja frá. En ekki þetta Baldur því það er rangt.

    Posted by: Sigríður Halldórsdóttir | 7.07.2011 | 3:35:27

    ——————————————-

    Ég er samt feginn að þið eruð komin í hár saman, eins og þið eruð bæði yndisleg

    Posted by: Guðmundur Ólafsson | 7.07.2011 | 3:36:23

    ——————————————-

    Er sammála Sigríði hér fyrir ofan, sem segir þetta vera tilraun til jákvæðar athygli og reyna að gefa upp aðra mynd af kirkjunni en verið hefur undanfarið.. undanfarin ár. Þöggun, kynferðisbrot og annar viðbjóður.

    En þetta er aum tilraun og eins og kemur fram hér fyrir ofan… það sjá allir í gegnum þetta.

    Nota þessa skelfilegu lífsreynslu þessarar konu til þess er vægast sagt ógeðfellt. Henda fram leyndarmáli sem hún treysti sér ekki til að segja frá. Það var hennar ákvörðun sem ber að virða.

    Ekki setja fram í líkræðu og á internetið í aumri tilraun til að bæta ímynd kirkjunnar.

    Þvílíkt og annað eins!

    Posted by: Einar | 7.07.2011 | 14:51:14

Lokað er á athugasemdir.