Um daginn fékk María Lilja Þrastardóttir dálítið klikkaða hugmynd. Hélt semsé að til væru konur sem hefðu áhuga á fleiru en naglalakki og karlmönnum og datt í hug að búa til sjónvarpsþátt um önnur áhugamál kvenna. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Bílar, klám og önnur áhugamál iðnaðarmanna
Hver eru áhugamál kvenna ef ekki karlmenn og naglalakk? Um hvern fjárann ætti kvennaþáttur að fjalla ef ekki þetta tvennt, skreytt með barnauppeldi, blómarækt og innanhússhönnun? Halda áfram að lesa
Þjóðernissinnar boðnir velkomnir
Meðlimir samtakanna Blóð og gröftur, eða allavega einhverjir sem halda orðræðu þeirra á lofti, eru víst búnir að átta sig á því að ég er að skrifa pistlaröð þar sem ég tek fyrir ýmsar goðsagnir um innflytjendur. Þessir kynþáttahatarar sem kalla sig þjóðernissinna, vilja leggja sitt til umræðunnar og telja upplagt að klístra afritum af undarlegri kenningu um þjóðernishreinsanir á vegum „and-hvítra“ (með upprunalegum stafsetningarvillum)inn á tjásukerfið hjá mér. Halda áfram að lesa
Erlenda löggu til að rannsaka Valtý Sigurðsson
Ef marka má umfjöllun helgarblaðs DV um rannsókn á dauða piltanna sem fundust látnir í Daníelsslipp 1985, er full ástæða til að vinnubrögð lögreglunnar verði rannsökuð sem sakamál. Halda áfram að lesa
Við sem hvorki erum karlar né konur
Vitur kona sagði eitt sinn „Það er eðlilegast og hollast fyrir konur að vera ekki að koma karlmönnum mikið inn í heim varalitsins og maskarans því þá dettur allur sjarmi niður!“
Á þeim tíma hélt ég að þessi hugsunarháttur einkenndi aðeins örfáar manneskjur en í dag veit ég betur. Í dag veit ég að munurinn á karli og konu felst í því að konur hafa áhuga á útliti sínu, snyrtivörum og kynlífi en ekki samfélagsmálum. Konur lesa skvísubækur og horfa á Sex & the City. Karlar hinsvegar, þeir eru bara svona allskonar. Halda áfram að lesa
Hættið að nota orð sem þið skiljið ekki
Hér með tilkynnist: Að káfa á konu óviljugri er ekki góður siður. Það er dónaskapur og óþolandi framkoma, getur jafnvel flokkast sem misnotkun ef konan er ung, veik, drukkin eða af öðrum ástæðum í erfiðri aðstöðu til að frábiðja sér káfið. Það er hinsvegar ekki sálarmorð. Halda áfram að lesa
Innflytjendamýta 2 – frjálsleg innflytjendastefna er óhagkvæm
Þeir sem óttast frjálst flæði fólks milli landa, hafa oft áhyggjur af því að mikill fjöldi innflytjenda skerði lífsgæði þeirra sem fyrir eru í landinu. Reyndin er þó sú að í flestum Evrópulöndum hafa lífskjör batnað á síðustu áratugum, þrátt fyrir að innflytjendum fjölgi stöðugt.