Jón Magnússon gerir aumkunarverða tilraun til að klóra yfir skítinn sem hann varð uppvís að í síðasta pistli sínum um málefni flóttafólks. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Ferð til Linlithgow
Í hópi stærðfræðinga í kastalanum. Eynar er svona á svipinn af því að hann þurfi að bíða í 30 sekúndur á meðan Serge smellti mynd af okkur. Leitt að Serge skuli ekki vera á myndinni.
Grill
„Og hvað er helst í fréttum á Íslandi, svona fyrir utan forsetaframboðið?“ spurði gesturinn kurteislega og handlék grillspjótið.
Ég hugsaði mig aðeins um. Sagði honum svo að Ríkissjónvarpið hefði talið það helst fréttnæmt að fáráður nokkur hefði látið flytja 25 tonna grjót á milli landshluta. Halda áfram að lesa
Eldvagninn
Þar sem þú situr við krossgöturnar
og hugleiðir hvorn veginn skuli halda
tekurðu eftir Baldursbrám
sem spretta í vegkantinum.
Auga hins hvíta áss sem féll fyrir galgopahætti goðanna;
þeir skelltu skuldinni á Loka því einhverjum varð að refsa. Halda áfram að lesa
Stóri bróðir allsstaðar
Einu sinni var breskur njósnari sem hét Mark Kennedy. Eitt verkefna hans var að villa á sér heimildir, bregða sér í líki umhverfisverndarhippa og fylgjast með aðgerðum friðsamrar hreyfingar sem beitti beinum aðgerðum í andófi sínu gegn yfirtöku stóriðjufyrirtækja á náttúru Íslands. Halda áfram að lesa
Þvaglátaeftirlit ríkisins
Fimmtán manns kærðir fyrir að pissa í miðbænum. Hversu margir ætli hafi þá sloppið?
Víst er að hér er ekki aðeins um að ræða umfangsmikið vandamál, heldur einnig vannýtta tekjulind. Einhvernveginn þarf að fjármagna þessi störf lögreglunnar sem eflaust hefur í ýmsu öðru að snúast, auk þess sem hlandstækjan truflar að líkindum næmt þefskyn þeirra lögregluþjóna sem gerðir eru út af örkinni til þess að hnusa eftir kannabisræktun. Auðvitað mætti koma á sérstökum hlandskatti en þar sem margir kasta aldrei af sér vatni á almannafæri væri það varla sanngjarnt. Það væri hinsvegar bæði hægt að auka tekjur ríkissjóðs stórlega og jafnframt skapa mörg störf með því að koma á sérstöku þvaglátaeftirliti.
Skikka þarf alla borgara til að skila inn þvagsýni við 15 ára aldur. Ráða svo sérstakt fólk, svokallaða hlandverði, til að fara með þvagleitartæki um bæinn á morgnana. Einnig þarf að koma á sérstakri þvaggreiningarstöð, þar sem hver pissupollur er rakinn til brotamannsins og senda fólki einfaldlega sektarmiða, líkt og stöðumælasektir.
Ólöglegir innflytjendur fá ekki krónu
Jón Magnússon fullyrðir að ólöglegir innflytjendur fái 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði og Pressan lepur þessa speki upp án þess að sýna minnstu viðleitni til að fá þetta staðfest eða leita skýringa á því hversvegna ólöglegir innflytjendur fái hærri greiðslur en löglegir borgarar. Halda áfram að lesa