Mara

Skrattinn steig niður af veggnum og tróð sér undir sængina.
-Hvað varð um líkið sem þú geymdir í kjallaranum? spurði hann og rak kaldar klaufirnar í vinstri sköflunginn á mér.
-Ég gróf það, svaraði ég og breiddi betur úr mér í von um að hann yrði fljótt leiður á þrengslunum.
-Meeeehhh. Hversvegna varstu að grafa þetta fallega lík? spurði hann og lét ekki á sér finna að plássleysið færi neitt fyrir brjóstið á sér. Halda áfram að lesa

Brú

Auðvitað hlaut að koma að því að við hittumst á götu. Nánar tiltekið rétt fyrir utan Nornabúðina -sem er reyndar rökrétt.
-Nú er ég „hið óumflýjanlega“, hugsaði ég kampakát, kastaði á hann kveðju, bauð honum ekki inn með orðum en skildi dyrnar eftir opnar, bara svona til að kanna viðbrögðin. Hann fylgdi mér inn. Halda áfram að lesa

Pappakassar

Sannleikurinn hefur aldrei gjört mig frjálsa, það hinsvegar gerir rækileg tiltekt. Eins leiðinlegt og það er að losa sig við dót sem þvælist fyrir manni er það stundum nauðsynlegt og yfirleitt saknar maður þess ekki að ráði. Að vísu veit ég ekkert hvað ég ætla að gera við dótið sem ég bar upp úr kjallaranum í fyrradag, ég er ekki alveg tilbúin til að aka því í Sorpu og hef ekki pláss fyrir það heima hjá mér en það er samt eitthvað frelsandi við að vera búin að koma því í merkta pappakassa.

24408_114594108562709_1993902_n

 

Nauð

Stefán og drengirnir hans komu í mat til mín í gær.

Askur: Hversvegna skilur fólk? Ég myndi aldrei vilja skilja. Maður ætti bara að giftast einhverri sem maður er viss um að maður muni alltaf elska.
Stefán: Það er það sem fólk gerir. Maður trúir því en svo skiptir fólk um skoðun þegar vandamálin verða of mörg.
Eva: Og þegar þú þarft alltaf að vera með besta vini þínum þá verðurðu þreyttur á honum.
Askur: Maður ÞARF ekki að vera alltaf með besta vini sínum.

Það er nú þannig með drengi, þeir gera ekki endilega ráð fyrir raunveruleikanum.
Rún dagsins er Nauð.