Nauð

Stefán og drengirnir hans komu í mat til mín í gær.

Askur: Hversvegna skilur fólk? Ég myndi aldrei vilja skilja. Maður ætti bara að giftast einhverri sem maður er viss um að maður muni alltaf elska.
Stefán: Það er það sem fólk gerir. Maður trúir því en svo skiptir fólk um skoðun þegar vandamálin verða of mörg.
Eva: Og þegar þú þarft alltaf að vera með besta vini þínum þá verðurðu þreyttur á honum.
Askur: Maður ÞARF ekki að vera alltaf með besta vini sínum.

Það er nú þannig með drengi, þeir gera ekki endilega ráð fyrir raunveruleikanum.
Rún dagsins er Nauð.

 

One thought on “Nauð

 1. ——————————————————–

  …en ÞARF maður?

  Posted by: lindablinda | 5.09.2007 | 18:09:03

  ——————————————————–

  Neinei, þú getur auðvitað gifst manni án þess að búa með honum (þótt ég sjái nú ekki í fljótu bragði lógíkina í því.)

  Ef þú hinsvegar velur að búa með einhverjum ertu þar með búin að gangast undir ákveðna skuldbindingu og já, þá ÞARFTU að eiga við hann samskipti jafvel þegar þig langar ekki sérstaklega til þess.

  Posted by: Eva | 5.09.2007 | 18:55:40

  ——————————————————–

  ….en ekki ALLTAF…eða hvað? Hef mikið verið að velta þessu fyrir mér.

  Langar kannski mest í fjarbúð – ekki nærbúð – ef út í það er farið.

  Posted by: lindablinda | 5.09.2007 | 19:05:12

  ——————————————————–

  fjarbúð getur örugglega verið fín. Ég gæti samt held ég ekki hugsað mér hana.

  Posted by: hildigunnur | 5.09.2007 | 19:11:35

  ——————————————————–

  Er ég virkilega svona torræð?

  Fjarbúð hentar eflaust þeim sem vilja alla ókosti sambúðar nema ruslasöfnun makans og alla ókosti einlífisins í kaupbæti en það var örugglega ekki slíkt fyrirkomulag sem barnið var að hugsa um. Hann var að tala um muninn á því að kjósa návist einhvers og að vera þvingaður til hennar.

  Posted by: Eva | 5.09.2007 | 21:52:41

Lokað er á athugasemdir.