Pappakassar

Sannleikurinn hefur aldrei gjört mig frjálsa, það hinsvegar gerir rækileg tiltekt. Eins leiðinlegt og það er að losa sig við dót sem þvælist fyrir manni er það stundum nauðsynlegt og yfirleitt saknar maður þess ekki að ráði. Að vísu veit ég ekkert hvað ég ætla að gera við dótið sem ég bar upp úr kjallaranum í fyrradag, ég er ekki alveg tilbúin til að aka því í Sorpu og hef ekki pláss fyrir það heima hjá mér en það er samt eitthvað frelsandi við að vera búin að koma því í merkta pappakassa.

24408_114594108562709_1993902_n

 

One thought on “Pappakassar

 1. ———————–

  En sú sæla að eiga hreinlega ekki neitt. 🙂

  Posted by: Gillimann | 7.09.2007 | 11:53:52

  ———————–

  Það er hollt að flytja. Er kannski eins og lífið sjálft. Það er nauðsynlegt að taka birgðastöðunna og meta hvað maður vill raunverulega taka með sér og hverju má henda. Hvað virkilega skiptir mann máli ?

  Posted by: Guðjón Viðar | 7.09.2007 | 12:17:06

  ———————–

  Sælir eru einfaldir.

  Posted by: Eva | 7.09.2007 | 12:43:31

Lokað er á athugasemdir.