Okkar maður

-Skil ég rétt að þú sért sátt við þetta fyrirkomulag eins og það er, en hafir áhyggjur af því að ég taki upp á því að gera meiri kröfur? spurði ég.
-Já, ég get ekki neitað því. Þú virðist vilja meira. Svo hef ég líka velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef við eignuðumst barn.
-Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Hann vill ekkert eignast barn með þér, sagði ég. Halda áfram að lesa

Bara

Frjádagur og frú eru að undirbúa krossferð gegn stóriðju og fara héðan á föstudaginn. Lærlingurinn kom heim frá Ítalíu í gær og ég er dauðfegin að þurfa ekki að vera hér ein allan daginn á meðan þau bjarga heiminum. Eins og ég er annars lítt mannelsk, þá hættir mér til að deyja úr leiðindum ef ég hef ekki félagsskap.

Viðbótarplan

Já, ég ætla líka að vera búin að horfa á heila seríu af einhverjum góðum afþreyingarþáttum. Kannski Boston Leagal. Ég hef ekki horft á heila seríu af neinu heiladrepandi síðan ég lagðist í viku törn af Friends vegna illrar mixtúru af óhamingju, hálsbólgu og bílleysi í janúar árið 2000. Ætla samt að hafa geðslegri forsendur í þetta sinn.