Spaug

Gálgahúmor höfðar ekkert sérstaklega til mín. Ég sé sjaldan neitt fyndið við stórslys, sjúkdóma, kynþáttahatur eða ofbeldi. Það eru helst Fóstbræður sem hafa hitt í mark hjá mér með ósmekklegheitum, mér fannst t.d. þátturinn þar sem fór fram kennsla í heimilisofbeldi sprenghlægilegur.

Mér fannst síðasti Spaugstofuþáttur lélegur. Það er svosem ekkert við því að búast að hver einasti þáttur sé akkúrat við mitt hæfi svo ég er nú svosem ekkert aftaka sorrý yfir því. Ég skil hinsvegar ekki alveg hversvegna fólk sem finnst bráðfyndið að gera grín að rónum, blindum, föngum, asíubúum, stjórnmálamönnum, misþroskuðum og öðrum undirmálshópum fer á límingunum ef geðsjúkir eru gerðir að aðhlátursefni.

Nýyrðasmiðir allra landshluta sameinist

Það vantar íslensk orð yfir ‘bionics’ í staðinn fyrir þessa 5 lína skýringu í orðabókinni, sem er aukinheldur svo flókin að mér dettur ekki í hug að læra hana nema eiga kost á prófskírteini út á það.

Plíííís, þið sem takið að ykkur að finna nýtt orð, látið það ríma á móti rassgat. Eða elska. Þátturinn gæti þá kallast krassgataða konan (það stuðlar m.a.s.) eða belskaða konan. Sko ég er m.a.s. komin með orðin svo nú þurfið þið nýyrðasmiðir bara að finna góð rök fyrir þeim.

Undarleg þversögn

656528KB-banki lýsir því yfir að stóriðjustefnan skili harla litlum þjóðhagslegum ágóða. Samt líst landanum svona ljómandi vel á að fá fleiri álver.

Dag eftir dag minnir veðrið meira á apríl en janúar. Sumar eftir sumar sveltur lundinn vegna óeðlilegra hlýinda. Samt telur meirihluti Íslendinga að gróðurhúsaáhrif séu ekkert vandamál á Íslandi.

Í hvaða raunveruleikaþætti lifir þessi meirihluti eiginlega?

Úa

Skyndilega er allt orðið fullt af auglýsingum um iðnaðarmenn sem geta bætt við sig verkefnum. Krónan ku vera ónýt. Gullverð í sögulegu hámarki. Bankarnir kannski ekki alveg að fara á hausinn en allt í einu mun verðminni fyrirtæki en áður. Úrvalsvísitalan lækkar. Halda áfram að lesa

Þú átt það skilið

Hvenær á maður eitthvað eitthvað skilið? Ég ólst upp við þá túlkun á orðasambandinu að það merkti það sama og að verðskulda eitthvað. Maður á eitthvað skilið af því að maður hefur á einhvern hátt unnið til þess.

Mér finnst mjög algengt að í dag sé þetta notað í sömu merkingu og að eiga rétt á einhverju. Maður getur hinsvegar vel átt rétt á einhverju án þess að verðskulda það. Fjöldamorðingi á t.d. rétt á mannúðlegri meðferð, sama hversu hrottalega hann hefur hegðað sér og ég á rétt á þjónustu þegar ég kem inn á veitingastað, þótt ég hafi ekki gert neitt annað en að koma þangað inn.

Hefur notkunin á orðunum ‘að eiga það skilið’ breyst eða er það bara mín fjölskylda sem leggur þennan skilning í málið?

En leiðinlegt

Einhver Gunnar Sveinsson skrifar í sunnudagsmoggann í tilefni af úrfellingu kristilegs siðgæðis úr námskrá grunnskólanna. segir m.a.

Þótt samstarf við skólana sé á þeirra forsendum eins og rætt er um getur Þjóðkirkjan eða biskup að mínu áliti aldrei samþykkt að fella niður að starfshættir skólanna mótist af kristilegu siðgæði.

Æjæ. Getur Þjóðkirkjan ekki samþykkt það? Það var nú leitt en því miður, Þjóðkirkjan ræður bara ekki rassgati um skólastarf í landinu. Þjóðkirkjan ræður reyndar ekki einu eða neinu fyrir utan sitt eigið starf og kann ég Siðmennt og Vantrúarmönnum bestu þakkir fyrir að opna augu Þorgerðar Katrínar og almennings í landinu fyrir því.

Rím

Við höfum vanist því að nota svo mörg falleg lög sem jólalög, sem er hið besta mál en gallinn er sá að textarnir sem eru notaðir við þau eru sálmar. Allt eitthvað um engla og himnaföður. Ég lýsi mig hér með reiðubúna til að taka að mér að skrifa veraldlegri kvæði við lög eins og t.d. Í dag er glatt í döprum hjörtum, Líður að tíðum, Það aldin út er sprungið o.fl. um leið og nýyrðasmiðir eru búnir að útvega mér fleiri rímorð. Ég er satt að segja búin að fá alveg nóg af ást og þjást.

Íslenskuna vantar t.d. orð sem ríma á móti elska, tungl, fífl og rassgat.
Ekki svo að skilja að ég vilji endilega nota orð eins og fífl og rassgat í jólakveðskap en þetta eru svona dæmi.
Jújú, þú getur látið rassgat ríma á móti hassfat segir sonur minn Byltingin. Það yrði nú aldeilis jólaveisla.

Tjásur:

 

Halda áfram að lesa