Spaug

Gálgahúmor höfðar ekkert sérstaklega til mín. Ég sé sjaldan neitt fyndið við stórslys, sjúkdóma, kynþáttahatur eða ofbeldi. Það eru helst Fóstbræður sem hafa hitt í mark hjá mér með ósmekklegheitum, mér fannst t.d. þátturinn þar sem fór fram kennsla í heimilisofbeldi sprenghlægilegur.

Mér fannst síðasti Spaugstofuþáttur lélegur. Það er svosem ekkert við því að búast að hver einasti þáttur sé akkúrat við mitt hæfi svo ég er nú svosem ekkert aftaka sorrý yfir því. Ég skil hinsvegar ekki alveg hversvegna fólk sem finnst bráðfyndið að gera grín að rónum, blindum, föngum, asíubúum, stjórnmálamönnum, misþroskuðum og öðrum undirmálshópum fer á límingunum ef geðsjúkir eru gerðir að aðhlátursefni.

One thought on “Spaug

  1. ——————————-

    Gæti verið vegna þess að það er sjálft með þunglyndi – en viðurkennir ekki fyrir sjálfu sér að það sé veikt?

    Posted by: hildigunnur | 30.01.2008 | 11:45:3

Lokað er á athugasemdir.