Löggan fær prik

Einmitt! Þegar lögreglan hefur hemil á sér, þá verða engar óeirðir. Geir Jón stóð sig frábærlega í dag. Ég trúi þvíað hnann hafi raunverulegan vilja til að vinna með okkur en ekki móti.

mbl.is Mótmælendur farnir út

Davíð tók vel á móti mér

mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð

Allir þrír bankastjórarnir tóku á móti mér og því hafði ég nú ekki búist við. Mjög almennilegt af þeim.

Ég kann Geir Jón sérstakar þakkir því hann sýndi þarna og sannaði að hann vill raunverulega eiga gott samstarf við mótmælendur. Ég bað hann um að fylgja mér í bankann og mælast til að ég fengi að tala við Davíð og það gerði hann.

Davíð sýndi mér bæði kurteisi og hlýju og það er greinilegt að hann trúir því í einlægni að hann beri enga ábyrgð á ástandinu og að það sé ekkert athugavert við að neita að upplýsa þjóðina um þá vitneskju sem hann hefur um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum. Já, ég held að hann trúi því í alvöru að hann hafi ekkert gert rangt og engin mistök.

Alveg eins og fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin. Hér hefur enginn gert neitt athugavert.

Frá vísindum til galdurs

Ég sé ekki betur en að það smellpassi upp á tímasetninguna að mæta á Háskólasamkomuna og fara svo þaðan að Stjórnarráðinu og taka þátt í því að leggja bölvun á ríkisstjórnina. Ég ætla sumsé að gala þar seið kl 13:30. Eftir það fer ég að Seðlabankanum og skora á Davíð að segja af sér, eða ber hann út ef ekki fæst viðunandi svar.

Í mannskynssögunni er röðin öfug, þ.e.a.s. frá galdri til vísinda. Öll vísindi eiga rætur sínar í galdri og dulspeki en þróast svo áfram og verða að upplýstri þekkingu. Það er þó greinilegt að það þarf eitthvað meira en upplýsta þekkingu og menningarlegt froðusnakk til að hrekja ríkisstjórn Geirs Haarde (eða er það í raun ríkisstjórn Davíðs Oddssonar) frá völdum. Það má allavega reyna að senda þeim stefnivarg.

mbl.is Menntavitinn afhjúpaður

Bogið eða logið

Þessi neitar líka að víkja af því að hann er í björgunarleiðangri. Og skríllinn bara rís upp! Ætli enginn hafi prófað að ræða við hann með rökum?

Ég skil þó ekki alveg fyrirsögnina á fréttinni. Hann tilkynnir fjölmiðlum sérstaklega að mótmælendur verði ekki beittir ofbeldi. Getur verið að maðurinn sé að ljúga?

Af hverju get ég ekki sett inn myndbönd af moggavefnum?

Oj

Áðan kom til mín kona sem í mörg ár hefur veitt eldri manni í útlöndum fjárhagsstuðning mánaðarlega. Hann má víst éta það sem úti frýs héðan af.

Ætli fólk fái að senda ‘fósturbörnum’ peninga í gegnum hjálparstofnanir?

mbl.is Gagnrýni of harkaleg

Undarlegar hugmyndir

Er maðurinn veruleikafirrtur? Það sér hver maður að mótmæli eru ekki að þróast í friðsamari átt. Sennilega munu þau gera það um leið og einhver embættismaður eða ráðherra verður látinn taka pokann sinn og/eða að boðað verður til kosninga. En á meðan mikilvægum upplýsingum er haldið leyndum og ráðamenn viðhafa slímsetur í sínum stólum í óþökk þjóðarinnar, þá munu átökin bara harðna.

Ég held að m.a.s. Geir Jón hljóti að vera meðvitaður um það.

Á ekki von á byltingu