Áðan kom til mín kona sem í mörg ár hefur veitt eldri manni í útlöndum fjárhagsstuðning mánaðarlega. Hann má víst éta það sem úti frýs héðan af.
Ætli fólk fái að senda ‘fósturbörnum’ peninga í gegnum hjálparstofnanir?
![]() |
Gagnrýni of harkaleg |
Áðan kom til mín kona sem í mörg ár hefur veitt eldri manni í útlöndum fjárhagsstuðning mánaðarlega. Hann má víst éta það sem úti frýs héðan af.
Ætli fólk fái að senda ‘fósturbörnum’ peninga í gegnum hjálparstofnanir?
![]() |
Gagnrýni of harkaleg |
———————————————————
Eva, þetta er misskilningur. Seðlabankinn segir aðspurður:
Sp.: Hvað með styrki og góðgerðastarfsemi?
Sv.: Einstaklingum og lögaðilum eru óheimilir fjármagnsflutningar til útlanda,umfram 10.000.000 kr. á almanaksárinu, vegna gjafa, styrkja og annarra fjármagnsflutninga.
Þessi aðgerð er eins og ég skil hana, eingöngu beint að fjármálasukkliðinu.
Tíu milljónir má konan semsagt senda manninum árlega ef hún vill svo og hver og einn einstaklingur sem styrkir fósturbörn erlendis.
Kolbrún Hilmars, 28.11.2008 kl. 18:16
———————————————————
Hún sagði nú samt sem áður að hún hefði fengið þau svör í bankanum að hún gæti ekki fengið gjaldeyri nema hún væri að fara til útlanda sjálf.
Eva Hauksdóttir, 28.11.2008 kl. 18:21
———————————————————
Eva, hinn almenni bankastarfsmaður veit eflaust ekki enn hverjar starfsreglurnar verða en reglurnar eru þó skýrar. Ég spái því og vona að svona mál verði komin á hreint eftir helgi.
Mér sýnist í rauninni að hömlurnar beinist eingöngu að útrásarvíkingum og spákaupmönnum – í trássi við EES frjálsa fjármagnsflæðið – en ég hef litla samúð með því liði.
Kolbrún Hilmars, 28.11.2008 kl. 18:47
———————————————————
Það er rétt hjá Evu. Fólk fær ekki einu sinni leyfi til að taka evrur út úr sinum eigin gjaldeyrisreikning, nema að vera með farseðli.
Þetta bitnar á okkur öllum.
Ég er með SOS barn og greiðir gegnum samtökunum en ég veit ekki hvernig allt gengur núna. Krónan er einskis virði og þrátt fyrir 50 % hækkun á framlagið, verður þetta 50 % lækkun hjá SOS þorpinu.
Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 23:22
———————————————————
Já, þetta er ískyggilegt, framlagið manns hefur rýrnað svo mikið. Vonandi skýrist þetta sem fyrst.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 14:03
———————————————————
Ég held ekki að þessar kvartanir komi til af því að fólki gangi illa að losna við krónurnar.
Eva Hauksdóttir, 29.11.2008 kl. 17:27
———————————————————
Ég kem til með að styrkja SOS-barnaþorpin áfram svo lengi sem ég sé mér það fjárhagslega fært með nokkru móti, og þó ég þyrfti að neita mér um að kaupa mér eitthvað sem ég þarfnast ekki nauðsynlega hvort sem er. Þau börn sem fá þessa peninga koma úr neyð sem er mörgum sinnum verri en það sem Íslendingar þekkja, og sem ég vona að við sem þjóð eigum aldrei eftir að kynnast.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:55
———————————————————
Þetta er alls ekki gott, bara skelfilegt!! Ég þarf að fara að athuga með þá sem ég styrki, ég var ekki búin að gera mér grein fyrir þessu.
alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:41