|
Á ekki von á byltingu |
Er maðurinn veruleikafirrtur? Það sér hver maður að mótmæli eru ekki að þróast í friðsamari átt. Sennilega munu þau gera það um leið og einhver embættismaður eða ráðherra verður látinn taka pokann sinn og/eða að boðað verður til kosninga. En á meðan mikilvægum upplýsingum er haldið leyndum og ráðamenn viðhafa slímsetur í sínum stólum í óþökk þjóðarinnar, þá munu átökin bara harðna.
Ég held að m.a.s. Geir Jón hljóti að vera meðvitaður um það.
—————————————————-
Er Geir e.t.v. meðvirkur nafna sínum í veruleikafirringunni?
Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2008 kl. 20:42