Löggan fær prik

Einmitt! Þegar lögreglan hefur hemil á sér, þá verða engar óeirðir. Geir Jón stóð sig frábærlega í dag. Ég trúi þvíað hnann hafi raunverulegan vilja til að vinna með okkur en ekki móti.

mbl.is Mótmælendur farnir út

One thought on “Löggan fær prik

  1. ————————————————————-

    …..en þeim fer fjölgandi Björn. Og ef ekki verður látið undan kröfum fólks endar þetta í „full swing“ byltingu

    Svo einfalt er það

    Heiða B. Heiðars, 1.12.2008 kl. 17:39

    ————————————————————-

    Þetta voru friðsamleg mótmæli Björn, það eina sem hefði getað klúðrað því er ef lögreglan hefði verið með læti og hleypt þessu upp.

    Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2008 kl. 17:40

    ————————————————————-

    Sæl. Ég sé að okkur ber ekki saman um nokkur málefni. ég finn mig knúinn til þess að koma einni pælingu á framfæri.

    Þessi framkoma mun valda því að Davíð mun sitja sem fastast því annars væri verið að setja fram MJÖG hættulegt fordæmi. þ.e.a.s að svona gjörningar sé eina leiðin til þess að knýja fram breytingar. Með þessu var verið að skemma fyrir mun stærri hóp mótmælenda með því að hamla breytingum. Þetta má ekki vera leiðin.

    mbk,

    Sveinn K

    Sveinn Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:42

    ————————————————————-

    Björn: Kjósendur sem gáfu þessu ógæfufólki umboð sitt fyrir 18 mánuðum viljalosna undan oki þess. Það hafa skoðanakannanir sýnt og það hafa vikulegir mótmælafundir sýnt. Við treystum ekki lengur þessu fólki í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu og við erum búin að grátbiðja það´um að hlífa okkur við frekari lygi og andlegum misþyrmingum. Margur hefur nú látið sig hafa það að taka við uppsögn frá sínum vinnuveitendum og hunskast á brott þó minni fyrirgangur hafi verið viðhafður en þetta. Við kjósendur erum ekki meiri óvitar þegar við segjum þessu fólki upp en þegar við réðum það til starfa.

    Árni Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 17:47

    ————————————————————-

    Frábært innlegg Árni!

    Og með hverju mælir þú með Sveinn???? Að láta ekki heyra tíst í okkur og vona að Davíð hunskist heim??

    Ertu ekki alveg í lagi maður?

    Heiða B. Heiðars, 1.12.2008 kl. 17:50

    ————————————————————-

    Árni, aðeins 40% af þeim sem svöruðu þessum könnunum vildu kosningar hinir voru bæði með og svöruðu ekki.   Það er ekki hægt að taka endalaust mark á einhverjum skoðanakönnunum.   Skoðanakannanir hafa nefnilega leitt það í ljós að skoðanakannanir eru bull.

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:51

    ————————————————————-

    Hvar væri lýðræðið, Björn, ef franska byltingin hefði snúist um að mótmæla friðsamlega? Stundum fást breytingar ekki nema með ofbeldi.

    Hagbarður, 1.12.2008 kl. 17:51

    ————————————————————-

    Franska byltingin er slæm viðmiðun.  Múgurinn losaði sig að vísu fyrst við forréttindastéttina, en síðan byltingar“forstjórana“ og sat að lokum uppi með Napoleon sjálfan!

    Við hljótum að geta gert betur, Hagbarður.

    Annars var Eva flott fyrir framan Stjórnarráðið 

    Kolbrún Hilmars, 1.12.2008 kl. 18:02

    ————————————————————-

    Hagbarður, ef ofbeldi er lausnin þá ætti maður kannski að kvíða fyrir þeirri breytingu sem kemur í kjölfarið. Sjálfur hef ég aldrei séð ofbeldi sem hátt Íslendinga þegar kemur að því að ná fram breytingum og ætti svo sannarlega ekki að vera það

    Enn einn almenni borgarinn (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:07

    Auðvitað er ekkert að marka skoðannakannanir þegar þær henta ekki Sjálfstæðisflokknum Árni!!!

    Þór Jóhannesson, 1.12.2008 kl. 18:14

    ————————————————————-

    Ekki veit ég nú hvort löggan eigi eitthvað prik skilið. Hún þorir ofur einfaldlega ekki að hreyfa sig heldur bíður færis og heggur úr leyni þegar síst skyldi.

    Þú færð hins vegar prik hjá mér Eva fyrir að bera Davíð út úr Seðlabankanum – á táknrænan hátt.

    Listrænn gjörningur í líkingu við flöggun Bónusfánans á þaki Alþingishússins. Hið listræna gen er greinilega að finna innan ættarinnar!

    Ég sem óttaðist að þú ætlaðir að beita skræfuna Davíð ofbeldi!

    Torfi Kristján Stefánsson, 1.12.2008 kl. 20:11

    ————————————————————-

    Geir er snillingur. Kurteis og hugsaði vel um öryggi allra hvortsem væri löggur eða mótmælendur.

    Hann fær plús.

    Bara Steini, 1.12.2008 kl. 20:21

    ————————————————————-

    Geir Jón er auðvitað einstakur snillingur í samskiptum. Enda hefur hann allt sem til þarf; rósemi, skilning á aðstæðum og þolinmæði, ásamt því að vera afburðagreindur.

    Árni Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 21:57

    ————————————————————-

    Vesalings Björn sem átti fyrsta kommentið sem fékk engan til liðs við sig, nú kemur annar Björn sem er ég og styð kommentið hans fyllilega.

    Mér finnst ekkert að því að mótmæla og allt það, en þegar fólk fer að brjóta lögin og vera með þvílíkan bækslagang þá auðvitað kemur Lögreglan og stöðvar þetta með öllum ráðum. EKKI REYNA AÐ SEGJA LÖGGAN BYRJAÐI – EKKI REYNA ÞAÐ…

    Hversu langt eiga þeir að leyfa ykkur að gana? Þegar búið er að brjóta alla glugga, hurðir og lausamuni í alþingishúsinu á þá að stoppa hlutina. Hvað hefði gerst ef þið hefðuð fengið ómeintan aðgang í Seðlabankann óhindrað.

    Þetta er án gríns að verða eins og einhver helvítis fávitaskapur, talandi um byltingu. Það er alls ekki jákvætt að bylting eigi sér stað á Íslandi, með þessu eru þið að setja okkur á sama „level“ og fátækt miðausturlanda ríki. Nú vantar bara fólk með spotta, binda um Jón Sigurðsson og taka af honum hausinn.

    Mér finnst þetta svo vitlaust, og jú ég er viss um að þið séuð öll brjáluð yfir þessum orðum. Líklega hef ég skvett smá bensíni á eldinn og fæ þvílíkar ræðurnar um hversu rangt ég hef fyrir mér en þetta er bara rétt. Ef þið væruð að horfa á myndband eins og þið hafið látið að undanförnu frá Íran, Írak eða Kína eða eikkað álíka þá væri það pakk alveg stórkostlega bilað og stjórnlaust.

    Það sama er að gerast á Íslandi, það vantar bara her til að skófla ykkur í burtu en ekki auma Lögreglu sem sprautar smá táragasi á ykkur.

    En Eva, mér fannst reyndar bara gaman að þessum gjörningi þínum. Þú fékkst alveg prik frá mér fyrir það því mér finnst fólk eiga rétt á að tjá sig, en ef þú hefðir farið að gríta sendiráðið eða menn þá væri það allt annað mál.

    Björn Magnús Stefánsson, 2.12.2008 kl. 01:23

    ————————————————————-

    Það sem vantar á Íslandi er t.d. lögregla sem gætir jafnræðis. Þótt Geir Jón hafi staðið sig vel í dag, skulum við ekki gleyma því að þrátt fyrir rán upp á mörg hundruð milljarða, hefur okkar auma rannsóknarlögregla ekki handtekið, ekki einu sinni kallað til yfirheyrslu, einn einasta mann. Þeir eru nokkuð snöggir að bregðast við ef unglingur stelur geisladisk í Kringlunni en alvöru glæpi ráða þeir ekkert við. Lögreglan hefur líka sýnt það og sannað að hún er tilbúin til að ráðast á fólk sem brýtur rúðu, en þeir sem mölva heilt hagkerfi eru hinsvegar látnir algerlega í friði.

    Eva Hauksdóttir, 2.12.2008 kl. 08:41

    ————————————————————-

    Bíðið nú hæg!!

    Eru allir búnir að gleyma þegar Geir Jón, þessi öðlingur, beitti valdi sínu til að snúa niður frétta mann sem vogaði sér að koma of nálægt kínverska fjöldamorðingjanum Li Peng sem kom hingað í boði ríkisstjórnarinnar árið 2000?

    Það má lesa allt um það mál hér

    Málið er að yfirvöld gera sér fullkomlega grein fyrir að það eru ekki bara örfáir „geðsjúklingar og mislukkaðar listaspírur“ sem eru að mótmæla þessi misserin, og það má ekki mikið útaf bera til að hér verði hreinlega blóðug bylting sem lögreglan gæti engan vegin ráðið við. Það er rétt sem nafni minn segir, þeir þora ekki.

    Torfi Magnússon, 3.12.2008 kl. 20:41

Lokað er á athugasemdir.