Davíð tók vel á móti mér

mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð

Allir þrír bankastjórarnir tóku á móti mér og því hafði ég nú ekki búist við. Mjög almennilegt af þeim.

Ég kann Geir Jón sérstakar þakkir því hann sýndi þarna og sannaði að hann vill raunverulega eiga gott samstarf við mótmælendur. Ég bað hann um að fylgja mér í bankann og mælast til að ég fengi að tala við Davíð og það gerði hann.

Davíð sýndi mér bæði kurteisi og hlýju og það er greinilegt að hann trúir því í einlægni að hann beri enga ábyrgð á ástandinu og að það sé ekkert athugavert við að neita að upplýsa þjóðina um þá vitneskju sem hann hefur um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum. Já, ég held að hann trúi því í alvöru að hann hafi ekkert gert rangt og engin mistök.

Alveg eins og fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin. Hér hefur enginn gert neitt athugavert.

One thought on “Davíð tók vel á móti mér

  1. —————————————————

    Gott hjá þér og á gullaldarmáli. En betra er ósent en ofsóið.

    Þú ættir að birta þessa þulu þína og greina betur frá samræðum við Seðlabankastjórana.

    Reynir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:35

    ————————————————–

    Davíð kann sitthvað í göldrum sjálfur, varstu nokkuð dáleidd þegar hann talaði við þig? Trúðuru því sem hann sagði ekki nema eitt augnablik? Margir hafa ekki hrist af sér áhrifunum sem hann hefur haft með nærveru sinni.

    Aradia, 1.12.2008 kl. 17:33

    ————————————————–

    Sælar, þú ert frábær.

    Ertu til í að segja betur frá þessum fundi þínum. Hvað þú spurðir og hverju var svarað?

    Lísa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:40

    ————————————————–

    Eva Hauksdóttir, norn og stjórnleysingi; þú mælir með því að kornabörnum fé fórnað af mæðrum þeirra með því að leggja þau fyrir vinnuvélar til að stöðva virkjunarframkvæmdir.

    Sjá nánar: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/

    Lestu ekki bara innganginn, heldur athugasemdirnar og tilsvör þín þar sem þú mælir með slíkum kornabarnamorðum!!!

    Með kveðju, Björn bóndi.  

    Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 17:57

    ————————————————–

    Þú ert duglegur að gera þér upp skoðanir hennar Evu Sigurbjörn Friðriksson og krydda þær með dassa af eigin útúrsnúningi, ertu kannski flokksbundinn Sjálftökuflokknum ?

    Sævarinn, 1.12.2008 kl. 18:10

    ————————————————–

    Björn bóndi, þér eruð kjáni.

    Eva Hauksdóttir, 1.12.2008 kl. 20:46

    ————————————————–

    Þú getur tekið þeim bókstaflega. Ég er sannfærð um að Davíð upplifir þá gagnrýni sem hann fær á sig sem mjög ósanngjarna. Honum FINNST í alvöru allt í lagi að halda því leyndu fyrir þjóðinni hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum og hann TRÚIR því í alvöru að engin ákvörðun sem hann hefur tekið, hafi átt þátt í hruni bankanna, eða að hann hafi nokkru sinni gert neitt sem réttlæti þá kröfu að hann segi af sér.

    Í gær vildi ég að Davíð segði af sér af því að hann væri óhæfur og siðspilltur. Í dag vil ég að hann fari af því að hann er óhæfur, siðspilltur og ófær um að horfast í augu við sjálfan sig.

    Eva Hauksdóttir, 1.12.2008 kl. 23:49

    ————————————————–

    Flott framtak hjá þér Eva og gaman að sjá að það eru ekki allir Íslendingar gjörsamlega steingeldir eftir hreðjartak „góðærisins“ 

    P.S. Björn bóndi, ég held að þú verðir að lesa þessa svokölluðu „kornbarnamorð“ færslu aftur og þá meina ég LESA, ekki bara sjá það sem þú vilt sjá, þó að það henti þér betur 

    Arnaldur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:00

    ————————————————–

    þvílika ruglið í Þér! „böö böö,hókus pókus“ Maður fær bara kjánahroll af að vera af sama kynstofni og Þú! Vonandi á Þetta fífla rugl ekki eftir að lenda hjá Rauters! Ekki eitthvað sem mann langar að sjá í Jay Leno! Ég er nokkuð viss um að Þú sprengir alla geðveikis skala sem til eru..

    óli (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:12

    ————————————————–

    Ég var við galdraathöfn í dag þar sem maður í búningi ákallaði uppvakning einn ógurlegan og bað hann að blessa ríkisstjórn og fjármálafyrirtæki. Fólkið tók undir með alls konar þulum og gauli. Athöfnin endaði svo á mannáti og blóðdrykkju.

    Nánar má lesa um þetta hér: http://wp.fiskurinn.is/index.php/archives/171

    Reynir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:08

    ————————————————–

    Frábært að fá heyra hvernig þetta er uppi í fílabeinsturninum hjá Davíð. Kemur kannski ekkert á óvart en staðfestir bara hversu illa er komið fyrir okkur sem erum að reyna að mótmæla. Þeir heyra ekkert þarna uppi og líta niður til okkar smælingjanna. Og það sem öllu verra er líta þeir einnig niður á okkur!

    Þór Jóhannesson, 2.12.2008 kl. 02:56

    ————————————————–

    Eva. Ég er buin að skrífa þetta þín framtak í erlend tímarít.  Kannski getum við fengið andlegt ferða fólk út af þessu.

    Andrés.si, 2.12.2008 kl. 22:55

Lokað er á athugasemdir.