Meira lýðræði, minna kjaftæði

Ég tel það skref í rétta átt að fordæma þessa fjöldaslátrun en það er bara ekki nóg. Við megum ekkert vera að því að bíða og sjá hvað setur eða standa í tómu kjaftæði öllu lengur, morðbylgjan á sér stað NÚNA.

Við verðum að slíta öll tengsl við Ísrael, viðurkenna þjóðstjórn Palestínumanna og bjóða flóttamenn velkomna. Við erum hvort sem er að missa þústundir Íslendinga úr landi og þurfum á því að halda að fá hingað fólk sem sættir sig við að lifa spart.

Ef væri virkt lýðræði á Íslandi værum við löngu búin að slíta öllu samstarfi við Ísrael.  Þrátt fyrir takmarkaðan fréttaflutning og lítinn skilning á því ástandi sem ríkir í Palestínu, tel ég nokkuð öruggt að langflestir Íslendingar séu mótfallnir hernáminu og það þarf ekki meðalgreinda manneskju til að sjá ranglætið í því að þungvopnaður minnihluti geti kúgað, rænt og drepið upprunalega íbúa landsins með stuðningi og blessun alþjóðasamfélagsins.

Svo mætti Dorrit líka alveg láta eitthvað heyra frá sér um framferði frænda sinna á Gaza, hún hlýtur að hafa skoðun á því manneskjan.

mbl.is Fordæmir innrás á Gasa

Rosalegur þrýstingur

Þjóðir heimsins þrýsta á? My ass! Hvernig þá? Með því að biðja þá kurteislega að hætta að drepa fólk? Ég fullyrði að aktivistarnir sem þrýstu sér inn í anddyrið á Hótel Borg á gamlársdag notuðu til þess meiri þrýsting en allar þjóðir heimsins setja nú á Ísrael.

Þjóðir heims, eða öllu heldur ríkisstjórnir heimsins, vita fullvel að það hefur engin áhrif að fordæma aðgerðir eða krefjast vopnahlés. Þær myndu nefnilega ekki breyta hegðun sinni og afstöðu sjálfar, bara vegna áskorana. Ef árangur á að nást þurfa þjóðir heims að slíta samstarfi við Ísraelsmenn og leggja niður alla aðstoð við þá og öll viðskipti. Getur einhver sagt mér hvað hindrar okkur Íslendinga í því?

mbl.is Æfðu innrásina í átján mánuði

Ruslatunnur í sparifötum

Frábær hugmynd og það sem mér finnst best; ég hef ekki grænan grun um hverjir gerðu þetta. Ég verð alltaf svo glöð þegar ég frétti af því að fólk sem ég veit hvorki haus né sporð á standi fyrir frumlegum aðgerðum. Það segir mér að okkur sem ætlum að halda uppi andspyrnu er að fjölga og ekki vegna þess að einhverjir ‘fylgjendur’ líti til mín eða einhvers annars í leit að leiðtoga, heldur einmitt af því að fólk sem hefur frumkvæði, hugarflug og hurgrekki, og vantar engan fokkans leiðtoga er að gera hlutina sjálft á sínum eigin forsendum.

mbl.is Ruslatunnur í sparifötum

Kannski ætti mbl.is að endurskoða stefnu sína?

Ég varð mjög ánægð þegar mbl.is skrúfaði fyrir þann möguleika að beintengja blogg við fréttir af slysum, kynferðsglæpum og öðru mjög viðkvæmu og persónulegu. En getur einhver sagt mér hversvegna er ekki hægt að tengja færslu við þessa frétt? Flokkast það sem viðkvæmt og persónulegt mál ef einhver bullan gengur um og ógnar fólki?

Annað sem mér finnst gagnrýnivert hjá mbl.is. Nú er ekki lengur hægt að blogga nafnlaust. Mér finnst það slæmt af því að í málefnalegri umræðu á persónan á bak við orðin ekki að hafa of mikil áhrif á það hvernig umræðan þróast en ég skil það, vegna þess að of margir nýta sér nafnleysið til að sverta aðra og jafnvel ógna saklaustu fólki.  Það skýtur því skökku við að eftir sem áður sé hægt að beintengja hvaða bull sem er við fréttir, með því að senda sníkjubloggfærslur inn á atugasemdakerfi annarra, nafnlaust. Veit einhver hvaða rök eru á bak við það fyrirkomulag?

Áramótakveðja

Ég held að áramótakveðja send sem fjölpóstur snerti fáa inn að hjartans dýpstu rótum og sjálf kemst ég ekki yfir að lesa öll gleðileg jól eða farsælt nýtt ár blogg. Ég vil þó nota þessi tímamót til að óska öllum sem ég þekki ánægjulegra tíma framundan og þakka fyrir samskipti á liðnu ári. Einnig vil ég lýsa sérstöku þakklæti við þá sem hafa stutt pólitískar aðgerðir aktivista á árinu.

Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta?

Er ekki hlutverk íbúðalánasjóðs að sjá til þess að fólk hafi þak yfir höfuðið? Í-búð, þ.e. staður til að búa í?Hvað í fjáranum kemur það markmið mannaflsauði (hvað sem það nú annars merkir) við? Eru virklega engar aðrar stofnanir innan kerfisins sem hafa það hlutverk að bregðast við atvinnuleysi?

mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar