Ég held að áramótakveðja send sem fjölpóstur snerti fáa inn að hjartans dýpstu rótum og sjálf kemst ég ekki yfir að lesa öll gleðileg jól eða farsælt nýtt ár blogg. Ég vil þó nota þessi tímamót til að óska öllum sem ég þekki ánægjulegra tíma framundan og þakka fyrir samskipti á liðnu ári. Einnig vil ég lýsa sérstöku þakklæti við þá sem hafa stutt pólitískar aðgerðir aktivista á árinu.
———————————————————————————————–
Sæl Eva.
Gleðilegt nýtt ár og farsæld þér til haga alla daga.
Þórarinn Þ Gíslason, 1.1.2009 kl. 11:14
———————————————————————————————–
Gleðilegt nýtt ár Eva!
Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 11:50
———————————————————————————————–
Ég tek mér það leyfi að færa þér ekki kveðjur lögreglumannsins sem þið skríllinn kinnbeinsbrutuð í gær við Hótel Borg. Ég tek mér ennfremur það leyfi að færa ykkur ekki kveðju starfsmanna Stöðvar 2, hverra tækjabúnað þið eyðilögðuð með ofbeldi og barnaskap í gær.
Ég vona að sem flestir eigi gott ár á næsta ári, og þar með talin þú Eva. En ég, líkt og þjóðin, geri mér grein fyrir að árið verður þjóðinni ekki bærilegt nema þið aktivístaörvitarnir hættið að eigra um borgina með ofbeldi og skemmdarverkum – þið eruð mesta paría sem ógnar þjóðinni um þessar mundir. Illa uppdregnir smákrakkar á öllum aldri sem mynduð ekki þekkja skynsemi þó hún biti ykkur í óþveginn afturendann.
Liberal, 1.1.2009 kl. 12:12
———————————————————————————————–
VIÐ kinnbeinsbrutum ekki neinn. Það er hugsanlegt að einhver hafi kastað steini en ég sá það ekki og hef ekki heyrt í neinum sem sá það eða lesið skrif neins sem sá það.
Ég veit hvaða álit þú hefur á beinum aðgerðum Liberal en nú þegar óstjórnin sem þú tókst þátt í að koma til valda og ert enn að verja, er búin að keyra okkur í þrot, þá færð þú og þínir líkar bara ekki lengur að ráða. Það er komið á daginn að þið eruð að verja fólk og fyrirkomulag sem er stórhættulegt sjálfstæði þjóðarinnar og velferð. Þið sem verjið ríkjandi ástand eruð einfaldlega of galin til þess að sé hægt að taka mark á ykkur og við ætlum ekki að gefa þessu fólki sem situr á Alþingi og í fjármálastofnunum, frið til frekari afglapa.
Eva Hauksdóttir, 1.1.2009 kl. 13:14
———————————————————————————————–
Þannig að það var bara alveg óvart að einhver slasaðist, því „einhver“ kastaði steini, og þá berið þið enga ábyrgð? Því þetta var bara slys? Það er soldið hjákátlegt að þið skulið krefjast þess að aðrir axli ábyrgð á gerðum sínum en neitið svo að gera slíkt hið sama sjálf.
Hvað hefur þú fyrir þér í því að ég styðji stjórnina? Ertu að fara að dæmi Bush og fullyrða að ef maður er ekki sammála ykkur og ykkar aðgerðum, þá hljóti maður að vera á móti öllu því sem þið viljið? Þér finnst kannski ekki leiðum að líkjast, en ég hefði haldið að þú kærðir þig lítið um að líkjast Bush.
Þú hefur ákveðnar skoðanir. Þínar skoðanir hafa ekki hlotið þann hljómgrunn hjá þjóðinni að fulltrúar þeirra komist í stjórn. Það kallast lýðræði. Meirihlutinn ræður. Nú þykir þú tala fyrir munn þjóðarinnar og segir að það bara VERÐI allir að fylgja þér að málum. Ef þú færð ekki að ráða muntu stunda skemmdarverk og ofbeldi. Þitt markmið er að kollvarpa lýðræðislega kjörinni stjórn, bara af því að það vill svo til að þú ert VG fylgismaður, og sérð þér leik á borði að koma þeim flokki að, svona í berhögg við lýðræðislegar venjur.
Hvar stendur það í stjórnskipun landsins að Alþingi sé kjörið nema eitthvað rosalegt gerist, og þá verði að kjósa? Alþingi er kosið til fjögurra ára í senn og á að sitja og vinna sína vinnu í fjögur ár, hvort sem vel gengur eða illa. Þannig er lýðræðið.
Lýðræðið er ekki það að hópur fólks sem er orðið þreytt á að fá aldrei að ráða skuli grípa til ofbeldis til að koma sér og sínum til valda. Hversu „göfugur“ sem þeim finnst málstaður sinn vera.
„Ég og mínir“ höfum ráðið, jú. Ég á mér engan flokk í pólitík lengur, því að mínu mati eru allir flokkar orðnir of vinstrisinnaðir. Ég ber fulla virðingu fyrir vinstrimönnum og þeim skoðunum, en þær eru bara ekki mínar. Ólíkt því sem maður finnur hjá þér, þar sem þú fyrirlítur skoðanir ólíkar þínum. Það er ótrúlegt að halda því fram að hér á Íslandi séu aðstæður eingöngu til komnar vegna einhverrar stjórnmálastefnu, þegar heimurinn allur rambar á barmi hyldýpis, rétt eins og við séum óháð öllu því sem gerist í kringum okkur. Þú vilt ekki skilja það eða vilt ekki viðurkenna það, og það er ekkert mál. En á meðan þú ekki skilur vandann þá geturðu ekki leyst hann, þannig er það nú bara.
Það sem ég er á móti er það að hér verði skrílræði. Þeir sem hæst hafa og verst láta fái að ráða, að þú og þínir getið kúgað og ógnað ykkur sjálfum til valda. Lýðræðið segir að þið fáið að kjósa eftir hálft þriðja ár, rétt eins og ég. Það að þú skulir ganga um bæinn með ofbeldi að krefjast annars er bein atlaga að lýðræðinu. Og einhver hundruð á Austurvelli að krefjast kosninga, eða salur í Háskólabíói er EKKI þjóðin. Ef þú myndir koma með undirskriftarlista þar sem 2/3 þjóðarinnar krefðist kosninga, þá væri hægt að tala um lýðræðislega kröfu.
En eins og staðan er í dag, þá eruð þið ekkert annað en hópur ribbalda sem stundar beinar árásir á lýðræðið og leitið allra leiða til að ræna völdum og koma sjálfum ykkur til valda. Þið stundið ofbeldi og skemmdarverk og neitið að axla ábyrgð á þeim gjörðum ykkar. Það eitt og sér gerir allar kröfur ykkar um að aðrir axli ábyrgð algerlega marklausar.
Liberal, 1.1.2009 kl. 13:30
———————————————————————————————–
Ég sagði ekki að þetta hefði verið slys. Ég bara veit það ekki. Þetta gæti verið slys, viljaverk eða skáldskapur. Og nei, fólk er ekki ábyrgt fyrir ofbeldisverkum annarra.
Eva Hauksdóttir, 1.1.2009 kl. 13:41
———————————————————————————————–
Ok… þú skipuleggur hóp sem fer fram með ofbeldi og offorsi. Einhver í hópnum slasar einhvern annan. Þú ert leiðtogi hópsins (hvort sem þú viðurkennir það eða ekki). En þú segir „hey, ekki benda á mig, ég ber enga ábyrgð á þessu og veit ekkert um þetta!“
Við höfum viðskiptaráðherra sem fer fram með vanþekkingu og vangetur. Einhver í stofnun sem heyrir undir hann veldur skaða í samfélaginu. Ráðherra er yfirmaður stofnunarinnar (þó hann firri sig oft ábyrgð). En hann segir, „hey, ekki benda á mig, ég ber enga ábyrgð á því hvað mínir undirmenn gera og veit ekkert um málið!“
Mikið rosalega er margt líkt með þér og þínum hópi, og svo þeim sem þið gagnrýnið.
Liberal, 1.1.2009 kl. 14:56
———————————————————————————————–
Herra liberal. Steinhaltu kjafti!
Það er ljótur sorinn sem þú eyst hér yfir vel heilbrigðan einstakling. Dettur ekki einu sinni í hug að hleypa inn í heila mitt né hjarta nema smá broti af því sem þú lætur út úr þér. Síðan átt þú ekki lengur að geta skrifað ummæli á færslur án fulls nafns. Það eru reglur bloggsins árið 2009.
GLEÐILEGT ÁR ELSKU EVA
Ingibjörg SoS, 1.1.2009 kl. 15:17
———————————————————————————————–
Gleðilegt nýtt ár Eva.
Ég er mjög stoltur af þér og þínum.
Gangi þér allt í haginn á nýju ári.
Níels A. Ársælsson., 1.1.2009 kl. 16:41
———————————————————————————————–
Elsku Eva – það hefur verið mikil gjöf að fá að kynnast þér – hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég rekst á þig:)
Liberal ef þú væri maður en ekki mús – þá myndir þú koma með svona ósómakomment undir nafni. Ég sá ekki steinkastið en einn af vinum mínum sem gjarnan er kallaður krakkaskríll eða kárahnjúkaillalyktandihippaaumingi – kom til í mín í gær og spurði mig hvort ég hefði heyrt af þessu með grjótkastið í lögguna og var honum ekki skemmt – enda lítum við svo á sem beitum beinum aðgerðum á allt ofbeldi sem vítavert. En höldum því líka til haga að mér er nett sama þó að eggi sé kastað eða rúða brotin og tel fólk veruleikafirrt sem kallar slíkt ofbeldi.
Í allan dag hefur Bylgjan logið um atburði gærdagsins – það er hræðilegt að sjá hvað þetta fólk er tilbúið að leggja mikið á sig til að sverta mannorð mótmælenda – kannski hefur þetta eitthvað að gera með snjóboltann sem Jón Ásgeir fékk í smettið:)
Birgitta Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 17:18
———————————————————————————————–
Ég þakka falleg orð í minn garð, Ingibjörg. Þau eru líklegast til merkis um þá þjóð sem þú og þínir vilja byggja; skoðanahöft og ofsóknir, skítkast og ofbeldi. Frú Ingibjörg, ég ætla ekki að svara þér í sömu mynt enda nokkuð ljóst að jafnvægi þínu er áfátt. Öfugt við þig, þá ætla ég ekki að krefjast þess að þú „steinhaldir kjafti“ heldur vil að þú tjáir þig sem mest þú mátt (ofbeldislaust). Mér nefnilega er annt um rétt fólks til að fá að tjá sínar skoðanir án þess að þó að ganga á rétt annara. En það er ljóst að þú ert ekki á sama máli og vilt þagga niður í þeim sem eru þér ósammála. Gott og vel. Sem betur fer búum við ennþá í samfélagi þar sem fólk af þínu sauðahúsi ræður ekki.
Birgitta, þú vilt að ég komi fram undir nafni, en ert samt hlynnt því að skríllinn sem gengur um með ofbeldi hylji andlit sín og auðkenni? Hvernig er það, mega bara þeir sem eru sammála þínum sérlunduðu kröfum hylja auðkenni sín, en allir aðrir (þ.e.a.s. þeir sem eru þér ósammála) hafa ekki þann rétt? Eða veltur það á því hvaða leyfi maður fær frá því miðstýrða fasistabákni sem þið mótmælendur viljið koma á hér á landi?
Ef ég fer t.d með barefli næst þegar skríllinn hittist og sveifla því umhverfis mig svona hugsunarlaust í miðri þvögu pakksins, og einhver slasast, hef ég þá rétt til þess að vera rosalega hissa á því að einhver meiddist og finnast það alveg ótækt? Eða á ég að axla ábyrgð á því að hafa lagt aðra í hættu?
Það sem vekur mesta athygli þjóðarinnar er án efa það að skrílsmótmælendurnir eru í hrópandi mótsögn við sjálfa sig í einu og öllu. Krefjast ábyrgðar annara en eru ekki tilbúnir að axla sína ábyrgð. Heimta betra land, en beita til þess ofbeldi. Og þú, Birgitta (og þessi jafnvægislausa þarna fyrir ofan) heimta að menn mótmæli mótmælendum (því það er jú það sem ég er að gera) undir nafni en skríllinn fái að vera nafnlaus. Bravó. Þið eruð alveg einstök.
Liberal, 1.1.2009 kl. 17:38
———————————————————————————————–
Það er einn maður hérna sem hefur sagt eitthvað sem vit er í.
Sá maður kýs að koma ekki fram undir nafni (svona í raun ekkert ósvipað þeim sem ganga um með grímur).
Liberal, ég er ekki alltaf sammála þér en núna eru búin að koma með nokkuð góða punkta.
Hin Hliðin, 1.1.2009 kl. 17:40
———————————————————————————————–
Sjáðu liberal. Má ég kalla þig pabba? Sé nú, eftir að hafa lesið athugasemdina þína að þú ert mjög að mínu skapi. Góður við þá sem þú telur að ekki séu í jafnvægi. Já, Sýnir þeim umhyggjusemi og skilning. Hvetur þessa einstaklinga til að tjá sig. Þú munir hlusta. Nokkuð sem kallað er; virk hlustun, – sú allra farsælasta í sálfræðimeðfeð. Já, og svo ertu ákveðinn við mig. Ég upplifi föðurlega umhyggjusemi í minn garð, því það er ljótt ljótt að vilja þagga niður í fólki. Og stórt knús og faðmlag fyrir að segja að ég sé einstök
Og ég skal aldrei aldrei aftur segja við þig að halda kjafti, pabbi minn
Ingibjörg SoS, 1.1.2009 kl. 19:38
———————————————————————————————–
Gleðilegt ár Eva og hafðu heila þökk fyrir framgöngu þína á gamla árinu.
Ég sé ekki betur en líberalarnir séu farnir að skjálfa, og þeir eiga eftir skjálfa meira.
Jóhannes Ragnarsson, 1.1.2009 kl. 22:39
———————————————————————————————–
Það væri nú dálítið gaman að fá einhverjar fréttir af kinnbeinsbrotna lögreglumanninum. Bara svona að heyra hvernig hann hefur það. Alltaf leiðinlegt þegar menn slasast. En svona gerist ekki bara á mótmælum.
Fólk slasast líka á þjóðhátíð og á fylliríum um helgar. En það er sjaldan rætt eitthvað.
Skil ekki að það sé eitthvað verra að slasast í mótmælaaðgerðum.
Fatta reyndar ekki heldur hvernig lögreglumönnum dettur í hug að sprauta eitri í augu á fólki. Það eitt og sér er óþverra skapur frá helvíti. En það er nú margt sem ég ekki skil.
Eitt sem ég á alveg ofboðslega erfitt með að skilja er hvernig háttvirtum ráðamönum (skrílnum) dettur í hug að láta sjá sig án þess að hylja andlit sitt með slæðum.
Mér finnst skömmin það mikil að ég gæti bara ekki farið óvarin út úr húsi ef ég hefði verið staðin að þvílíkum óþverra sem mikið af þessu fólki hefur orðið uppvísa um.
Svei þeim öllum þessum dólgum.
P.s. Og það væri líka dálítið gaman að fá svona nákvæmari útlistun á því hvaða tæki voru eyðilögð hjá stöð 2 og svona smá verðlista til að fólk átti sig á hvað er verið að tala um.
Baráttukveðjur yfir hafið.
Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 22:54
———————————————————————————————–
Sé það rétt að múrsteini hafi verið kastað í andlit manns, inn í hóp af fólki, þá lýsi ég því hér með yfir að slíkt er fyrir neðan allar hellur og ég vona sannarlega að þetta sé ekki satt.
Sé þetta hinsvegar satt, þá er þarna um að ræða ofbeldisbrot sem er hreint ekki þáttur í mótmælaaðgerð, þótt það kunni að hafa verið framið í skjóli hennar.
Ég mun ekki hætta aðgerðum þó svo einhver kunni að hafa beitt ofbeldi eða gert eitthvað annað sem ég tek ekki þátt í og styð ekki. Að gefast upp vegna þess, væri sambærilegt og að lögreglan yrði lögð niður sem stofnun þegar lögreglumaður beitir ofbeldi.
Hulla mín, mér þykir mjög vænt um þessa athugasemd frá þér og hún gaf mér skemmtilega hugmynd.
Eva Hauksdóttir, 1.1.2009 kl. 23:10
———————————————————————————————–
Gott að geta glatt þig
Elska þegar ég gleð aðra.
Knús og kram.
Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 23:27
———————————————————————————————–
Gleðilegt ár, Eva. Þú komst eins og ferskur gustur inn í umræðuna og þótt ég sé – sem betur – fer svífandi eftir allt öðrum brautum en þú, þá finnst mér ótvíræður fengur að þér og þínum gjörningum.
Liberal, þetta eru flottar athugasemdir hjá þér, þú ert fjandi skýr og markviss og ég vil endilega gerast bloggvinur þinn, svo að ég geti fylgst með pistlum þínum. Það er hverju orði sannara – mótmælendur gerðu hrikalega í brækurnar þegar þeir neituðu að taka ábyrgð á svívirðilegum ofbeldisglæp gegn lögreglumanni sem var að skyldustörfum. En hitt er líka rétt – auðvitað áttu að skrifa undir nafni.
Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 01:05
———————————————————————————————–
Sæl Eva
Það má hrósa happi að lögreglumaðurinn hafi ekki slasast alvarlegar. Hefði múrsteinninn farið í ennið eða í annars staðar nærri heilanum hefði afleiðingin mögulega og jafnvel líklega orðið heilaskaði, lömun eða dauði.
Þið í röddum fólksins verðið að setja ykkur reglur um hvernig tekið skuli á slíkum ofbeldismönnum. Ég vil sjálfur ekki að viðkomandi fái að mótmæla með ykkur framar. Þið verðið bara að reka hann af vettvangi komi hann nálægt ykkur framar.
Einnig verðið þið að sjá til þess að enginn sé með grjót eða önnur vopn í fórum sínum.
Taki einhver sér grjót eða múrstein í hönd verðið þið í Röddum fólksins að fjarlægja grjótið eða önnur vopn ef þeim er að skipta úr höndum viðkomandi og hafa síðan ekki augun af viðkomandi það sem eftir er að mótmælunum.
Síðan vil ég að þið hættið að bögga ríkisstjórnina og lögregluna og krefjist þess í stað að Steingrímur Joð fari umsvifalaust í ríkisstjórn með föruneyti sitt og taki við embætti forsætisráðherra og Ögmundur við embætti fjármálaráðherra.
Frekari lántökur og efnahagssamvinna við IMF verði umsvifalaust slitið enda hefur IMF tekið við forræði efnahagsmála af ríkisstjórninni.
Eva, ég er svo sem enginn andstæðingur krónunnar en við getum hins vegar ekki bæði varið krónuna og velferðarkerfin ef við viljum hafna allri samvinnu við IMF. Þá verðum við því miður að taka upp dollar.
Ég var annars að blogga ítarlegar um þetta á bloggsíðu minni.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 2.1.2009 kl. 02:59
———————————————————————————————–
Ég er ekki sérstakur talsmaður Radda fólksins og hef ekki komið nálægt skipulagningu þeirra mótmæla þótt ég hafi mætt á útifundi og kunni því ágæta fólki þakkir fyrir vinnuna við þá. Ég hef hinsvegar verið virk í því að útskýra aðgerðir aktivista og mæla með borgaralegri óhlýðni.
Ég veit ekki hver kastaði þessum steini eða neitt meira um það mál en ég hef ekki áhuga á að vinna með einhverjum sem kastar grjóti í fólk og veit ekki til þess að ég hafi gert það. Ég get hinsvegar ekki bannað fólki að mæta á mótmælasamkomur sem eru auglýstar opinberlega, hvað þá að ég geti farið að leita á fólki. Fólk er ekki ráðið í stöður mótmælenda. Hvað þessa hreyfingu aðgerðasinna varðar þá lýtur hún ekki leiðtoga eða öðru pýramídakerfi. Þar er enginn sem gefur skipanir og þ.a.l. er enginn sem tekur ábyrgð á gjörðum annarra. Í mótmælum aðgerðasinna tekur hver og einn þátt á sína eigin ábyrgð.
Eva Hauksdóttir, 2.1.2009 kl. 04:01
———————————————————————————————–
Já og það er ekkert í okkar verkahring að taka á ofbeldismönnum. Það er verk lögreglunnar og væri óskandi að hún sinnti því betur í stað þess að eltast við fólk sem lokar vegum og truflar vinnu valdhafa.
Eva Hauksdóttir, 2.1.2009 kl. 04:03
———————————————————————————————–
Gleðlilegt nýtt ár Eva og takk fyrir alla athyglisverða pistla. Í mínum huga ert þú maður ársins.
Athyglisvert annars að erlendir fjölmiðlar minnist ekkert á kinnbeinsbrotna lögreglumanninn:
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2374&a=869304
Magnus Gudmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 08:29
———————————————————————————————–
Gleðilegt ár Eva og takk fyrir kynnin á árinu.
Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 10:08
———————————————————————————————–
Gleðilegt, splunkunýtt ár! Talandi um fljúgandi múrsteina, þá var Sænska frystihúsið byggt úr þessi ekki íslensku steintegund. Á rústum þess var byggður Seðlabanki Íslands…
Ásgeir Kristinn Lárusson, 2.1.2009 kl. 11:43
———————————————————————————————–
Gleðilegt ár Eva og takk fyrir það gamla, elsku galdranornin mín. Megi Liberal uppgötva hugtakið liberal á árinu.
Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 16:29
———————————————————————————————–
Þeir og þær sem fara með hulin andlit til þess eins að valda eignaspjöllum í góðu andófi hafa unnið það afreka að draga athyglina frá kjarna málsins.
Mjög líklegt er að þeir hettuklæddu vesalingar hafi líka verið á Vesturgötunni að næturlagi sér til skemmtunar.
101 (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:13
———————————————————————————————–
Jæja Eva gleðilegt nýtt ár. Finnst þér barátta þín vera farin að skila sér.
Hófsemi og rósemi eru bestu vopnin. Örvæntingafull sókn er vonlaus!
Sigurbrandur Jakobsson, 2.1.2009 kl. 17:27
———————————————————————————————–
Gleðilegt ár Eva. Leitt hvernig farið var með nornabúðina.
Offari, 3.1.2009 kl. 01:19
———————————————————————————————–
Þeir sem komu á Vesturgötuna voru ekki hettuklæddir. Það sást til þeirra.
Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 12:44