Kannski ætti mbl.is að endurskoða stefnu sína?

Ég varð mjög ánægð þegar mbl.is skrúfaði fyrir þann möguleika að beintengja blogg við fréttir af slysum, kynferðsglæpum og öðru mjög viðkvæmu og persónulegu. En getur einhver sagt mér hversvegna er ekki hægt að tengja færslu við þessa frétt? Flokkast það sem viðkvæmt og persónulegt mál ef einhver bullan gengur um og ógnar fólki?

Annað sem mér finnst gagnrýnivert hjá mbl.is. Nú er ekki lengur hægt að blogga nafnlaust. Mér finnst það slæmt af því að í málefnalegri umræðu á persónan á bak við orðin ekki að hafa of mikil áhrif á það hvernig umræðan þróast en ég skil það, vegna þess að of margir nýta sér nafnleysið til að sverta aðra og jafnvel ógna saklaustu fólki.  Það skýtur því skökku við að eftir sem áður sé hægt að beintengja hvaða bull sem er við fréttir, með því að senda sníkjubloggfærslur inn á atugasemdakerfi annarra, nafnlaust. Veit einhver hvaða rök eru á bak við það fyrirkomulag?

One thought on “Kannski ætti mbl.is að endurskoða stefnu sína?

  1. ——————————————————————–

    Ég sendi fyrirspurn á mbl.is og fékk þetta svar:

    Sæll Halldór
    Ástæðan fyrir því að lokað var fyrir bloggið á þessar fréttir er sú að þar var að finna orðbragð sem ekki þótti viðeigandi á blog.is
    kveðja
    Guðrún

    FLÓTTAMAÐURINN, 3.1.2009 kl. 18:54

    ——————————————————————–

    Ég sé að það liggur annað að baki. Eins og öllum er ljóst er mbl og mbl.is strengjabrúða sjálfstæðisflokksins og þetta er skýrt dæmi um ritskoðun sjálfstæðisflokksins undir merkjum mbl.is….

    Jóhann Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 19:45

    ——————————————————————–

    Hefði ekki verið eðlilegra að loka á þá bloggara sem notuðu slíkt orðbragð?

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 19:55

    ——————————————————————–

    Ég hef nú rekist á alls konar óviðeigandi orðbragð hér og þar en það virðist ekki hafa ítt við moggamönnum. Óviðeigandi orðbragð og dónaskapur er mest áberandi hjá sértrúarsöfnuði íhaldsins.

    Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:01

    ——————————————————————–

    Ætli það séu nú ekki frekar hinir verr gefnu kommúnistar sem eru þekktir af óvönduðu orðbragði, Bína. Spurning hvernig það er skilgreint, engu að síður. Ólíkt siðuðum einstaklingum, þá eiga kommarnir það flestir til að flokka alla gagnrýni á sig (hvernig svo sem hún er sett fram) sem dónaskap, og það að voga sér að vera kommúnistunum ósammála er sí og æ flokkað af þeim sem óviðeigandi orðbragð. Við hin höfum öllu venjuteknari skilgreiningu á dónaskap, og kippum okkur ekki upp við skoðanaskipti.

    Jakobína og Jóhann yrðu eflaust einungis sátt ef allar aðrar skoðanir en þeirra eigin væru bannaðar, og þá í nafni „kurteisi“ og „viðeigandi orðbragðs“. Svona hafa sumir bara verri málstað að verja en aðrir, og þola ekki gagnrýni. Taki til sín sem eiga.

    Liberal, 3.1.2009 kl. 21:35

    ——————————————————————–

    Liberal, þú ert afskaplega gott dæmi um að fólk sér ekki biasinn sín eigin megin. Ég sé talsvert verri orðaforða hjá ýmsum Heimdallarlituðum en hinu megin.

    Svo þorirðu heldur ekki að koma fram undir nafni!

    Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:06

    ——————————————————————–

    Það eru mjög margir sem eru með dónaskap og það á bæði við þá sem eru undir nafni og þá sem eru nafnlausir. Það á að loka á þá sem ganga of langt en ekki loka bara á þá sem eru nafnlausir því að það geta margar ástæður legið að baki því að fólk vilji ekki láta nafns síns getið.

    Kveðja Skattborgari

    Skattborgari, 3.1.2009 kl. 22:21

    ——————————————————————–

    Sammála þér Skattborgari.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 22:22

    ——————————————————————–

    Takk fyrir það. Það eru mjög margir á móti þessari breytingu. Ef einhver er harðákveðin í að láta eitthvað frá sér hvað stoppar hann þá í að stofna síðu á annarri kennitölu og skrifa þvælu áður en það er lokað á hann? Það ætti ekki að vera mikið mál ef viljinn er fyrir hendi á annað borð. Ef ég brýt af mér þá er hægt að finna út kennitöluna hjá mér og allar upplýsingar aðrar um mig ef þörf er á. Ef ég held mig innan ramma laganna og almenns siðferðis sem ég hef gert til þessa þá kemur engum það við hver ég er nema kannski bestu bloggvinirnir og bloggstjórarnir.

    Hef ég sagt eitthvað hér sem krefst þess að allir sem lesa þetta viti hver ég er? Endilega rennið yfir bloggið hjá mér og reynið að finna 1 ástæðu fyrir því að ég eigi að gefa upp fullt nafn?

    Kveðja Skattborgari.

    Skattborgari, 3.1.2009 kl. 22:37

Lokað er á athugasemdir.