Námskeið í beinum aðgerðum

Til stendur að halda námskeið í beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni, bæði fyrir þá sem vilja taka beinan þátt og svo annað fyrir stuðningsmenn. Námskeiðin verða væntanlega haldin um miðjan janúar og reikna má með að 3 kvöld fari í hvort þeirra. Áhugasamir sendi mér póst sem fyrst.

Það þarf ekki námskeið til að óhlýðnast en margir eru ómeðvitaðir um hluti sem geta ógnað öryggi þeirra og/eða annarra og ótrúlega margir gera ekki greinarmun á borgaralegri óhlýðni og geðþóttaafbrotum.

Fólk þarf að hafa á hreinu hvaða afleiðingar það getur haft að taka þátt í aðgerðum sem eru á gráu svæði gagnvart lögunum og að læra að bregðast rétt við handtökum, lögregluofbeldi, andstæðingum sem reyna að snapa fæting, harklegri gagnrýni og höfnun vina og ættingja. Aktivistar þurfa að læra að taka á eigin ótta og fordómum, þeir þurfa að læra á sérstakt fundakerfi og margt fleira.