![]() |
Nýta lýðræðislegan rétt sinn |
Lögreglan er í fjári erfiðri aðstöðu. Það þarf ekki leyfi fyrir svona fundum og í raun á hlutverk lögreglunnar að vera (eins og þeir hafa tönnslast á) að sjá til þess að mótmælendur fái að koma boðskap sínum áleiðis. Samkvæmt því ber lögreglunni að tryggja Ástþóri og félögum vernd og næði til að setja upp sinn ræðupall.
Nú verður lögreglan annaðhvort að taka afstöðu með eða á móti ákveðinni hreyfingu eða skapa aðstæður sem bjóða beinlínis upp á að fylkingum slái saman.Þetta verður áhugaverður dagur.