Alþingi er virðuleg stofnun. Það er því sorglegt til þess að hugsa að þingmenn geri sig seka um að vanvirða þessa háborg lýðræðisins með því að klæðast að hætti óbreyttrar alþýðunnar. Þessháttar hegðun hefur t.d. Árni Johnsen gerst sekur um. Hugsið ykkur bara hvernig það væri með virðingu þingsins ef allir þingmenn hegðuðu sér eins og Árni. Klæddust eins og einhverjir Vestmannaeyingar í þingsal.
Greinasafn eftir:
Að falla fyrir kapítalískri lygi
Að opna landamæri
Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að opna landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið. Halda áfram að lesa
Rónaþversögnin
Skilgreindir sem sjúklingar en krafist heilbrigðrar hegðunar
Merkilegur tvískinnungur hefur ríkt gagnvart ofdrykkjufólki og öðrum fíklum. Annarsvegar eru fíklar flokkaðir sem sjúklingar; hinsvegar er bati og batavilji gerður að skilyrði fyrir því að þeir fái umönnun. Halda áfram að lesa
Mitt fyrsta ljóð
Ég var nú svo lítil að ég man ekkert eftir því sjálf en móðir mín sagði mér einhverntíma sögu af mínum fyrstu skáldskapartilburðum. Ég var víst bara rétt orðin talandi og ekki búin að læra rím og stuðla.
Ég sat á rauða gólfteppinu í Efstalandinu og söng:
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Amma stóð við gluggann og horfði út
„Ætlar karlhelvítið ekkert að fara að koma?
Ja sá sklasko heyra það þegar hann kemur.“
Ég sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana og þess ber að geta að móðir mín er ennþá lygnari en ég sjálf. Ég minnist þess þó að hafa sagt sklasko fram yfir fimm ára aldur.
Fánaberar fávísinnar
Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér miklar og gagnlegar upplýsingar. Einnig heyrði ég frá fólki sem hefur á sama hátt og ég frétt af því að verk þess séu til umfjöllunar í kynjafræðinámskeiðum en á þess ekki kost að skoða hvort sú umfjöllun er fagleg og sanngjörn. Halda áfram að lesa
Gestapistill um lögleiðingu vímuefna
Here is the English version of this article, written by Thorkell Ottarsson.
Þetta er gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson. Þorkell hefur starfað í gistiskýli fyrir útigangsfólk í Drammen í Noregi í sex ár. Það áður vann hann í eitt ár á heimili fyrir geðfatlaða þar sem flestir voru í neyslu.