Dööö!

Af hverju er það stórfrétt að hlutfallslega færri Pólverjar en Íslendingar hafi fengið á sig kærur en hinsvegar ekki minnst orði á að Litháar og Bretar séu samkvæmt þessari könnun mun meiri glæpahundar en landinn? Hverjir frömdu alvarlegu glæpina og skiptir það í raun einhverju máli? Hvaða kjána dettur í hug að fjöldi ákærðra í svona litlu samfélagi segi eitthvað um glæpahneigð eftir þjóðerni? Halda menn t.d. að Bretar séu líklegri til að fremja morð en Íslendingar eða gæti þetta háa hlutfall glæpabreta kannski staðið í einhverju sambandi við þá staðreynd að langflestir þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum umhverfissinna í sumar (og voru sumir hverjir kærðir fyrir það eitt að dansa á Snorrabrautinni) voru Bretar?

Ég hef enga trú á því að Pólverjar séu löghlýðnari en Bretar en kannski halda þeir sem tóku að sér að setja fram og túlka niðurstöður þessarar einkar óvísindalegu rannsóknar að þeir séu að gera Pólverjum einhvern sérstakan greiða. Sennilega standa líkurnar á því að fólk brjóti af sér bara ekki í neinu sambandi við þjóðerni.

Smámál

Það er fullt sem skiptir svosem ekki nógu miklu máli til að ég sendi erindi út um allan bæ en mér finnst samt voða asnalegt að vita ekki. Til dæmis langar mig að vita hversvegna ferðamenn geta fengið vaskinn endurgreiddan en ekki ég? Halda áfram að lesa

Jólamynd ársins

Þann 15. desember fór flokkur íslenskra jólasveina að Hellisheiðarvirkjun. Þeir færðu lötum verkamönnum fallegar smágjafir en stóriðjunni skemmdar kartöflur. Hér má sjá myndskeið frá heimsókninni. Eins og heyra má hafa sumir jólasveinanna dvalið langtímum erlendis, enda er þeim ekki lengur vært í óbyggðum Íslands. Halda áfram að lesa

Að vera stelpa

Ég var stelpa. Fram í fingurgóma. Lék mér með brúður og vildi helst alltaf vera í kjól og með slaufur í hárinu. Þegar ég fékk að velja lit á herbergið mitt valdi ég bleikt. Skærbleikt. Og ég fékk gyllt pífurúmteppi, lítið snyrtiborð úr smíðajárni, með allskyns krúsidúllum og gylltum spegli fyrir ofan. Ég átti spænska senjótítudúkku í krínólíni og safnaði krúttlegum styttum. Mig dreymdi um að eiga lítinn terríerhund á silkipúða. Mig dreymdi ekki um að leika við hann eða fara með hann út að ganga. Sá hann bara fyrir mér sofandi á silkipúðanum eða sitjandi með litlu, bleiku tunguna lafandi. Hann var fyrst og fremst sætur. Halda áfram að lesa

Hver ógnar grunngildunum?

Í orði kveðnu eru grunngildi vestræns samfélags fyrst og fremst almenn mannréttindi og lýðræði. Þegar við athugum hvernig mannréttindum og lýðræði er framfylgt kemur þó í ljós að viðhorfin eru smátt og smátt að breytast. Vald markaðsaflanna, vald fjölmiðlanna og jafnvel vald einstakra stjórnmálamanna ógnar lýðræðinu. Fyrirtæki, jafnvel stórar samsteypur hafa sömu réttarstöðu og einstaklingar samkvæmt lögum og þess eru dæmi að dómskerfið hafi tekið rétt fyrirtækja fram yfir mannréttindi einstaklinga.

Halda áfram að lesa

Við eigum rétt á að vita það líka

Um daginn stóð Útvarp Saga fyrir skoðanakönnun á því hvort fjölmiðlar ættu að gefa upp þjóðerni meintra afbrotamanna og þjóðarsálin álítur víst að það sé rétt, gott og nauðsynlegt. Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna, nema þá helst þeim að auðvelda okkur að meta líkurnar á glæpahneigð út frá þjóðerni. Ef kemur t.d. í ljós að 20 Pólverjar hafa verið sakaðir um líkamsárásir, þá hlýtur það að segja eitthvað um eðli og innræti Pólverja almennt og full ástæða til að kenna börnum okkar að varhugavert sé að umgangast slíkan óþjóðalýð og aðra negra. Halda áfram að lesa