Sigríður Guðný Björgvinsdóttir lauk námi í landfræði 2012 og starfar nú við fornleifaskráningu hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Í viðtali við Kvennablaðið segir Sigríður frá starfi sínu og þeirri ákvörðun sinni að afla sér háskólamenntunar eftir nær þriggja áratuga hlé frá námi. Halda áfram að lesa
Árskipt færslusafn fyrir:
Sniðugir strákar og uppstilling landsliðsins
Eva: Hvaða Ásgeir? Á ég að vita hver hann er?
Einar: Já. Þú talaðir heilmikið við hann í afmælinu hans Steindórs.
Eva: Ha???
Einar: Í fimmtugsafmælinu hans Steindórs manstu?
Eva: Haaaallooó!
Einar: Hvað?
Eva: Hann Steindór er ekki orðinn fimmtugur. Við mættum hinsvegar í fimmtugsafmælið hennar Jónínu. Og jú, ég man núna hver þessi Ásgeir er, hann hélt einmitt eina ræðuna um það hvað hann Steindór er sniðugur strákur. Eina af mörgum. Halda áfram að lesa
Kvenbúningar bannaðir – karlbúningar ekki?
Árið 2014 komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að Frökkum væri stætt á því að banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri og þar með andlitsslæður múslímakvenna. (Dóminn má lesa í enskri þýðingu hér.) Í vikunni féll dómur í svipuðu máli gegn Belgíu. (Þeir sem lesa frönsku geta séð hann hér.) Halda áfram að lesa
Lifandi satíra
Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:
Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.
„Fréttin“ sem móðgaði Hríseyjarvini
Eva: Heyrðu! Ég var að skoða fjölda flettinga og sé að Kvennablaðið fær bara rífandi lestur. Væri ekki rétt að fara í útrás? Finna kjölfestufjárfesta og ráða fullt af blaðamönnum? Hafa fréttaritara um heim allan?
Steinunn Ólína: Jú það væri auðvitað athugandi. Það er að vísu gúrkutíð framundan en þú getur allavega skrifað fréttir úr Hrísey. Halda áfram að lesa
Eftirlifendum Grenfell-slyssins refsað
Þrátt fyrir fyrri loforð Theresu May um að nota ekki Grenfell-slysið sem afsökun fyrir því að kanna stöðu þeirra innflytjenda sem lifðu af, hefur nú verið staðfest að til þess að fá aðstoð verði þeir sem komust af að skrá sig hjá útlendingastofnuninni og lúta útlendingalögum. Það mun svo velta á aðstæðum hvað verður um þá en þeir geta átt von á brottvísun að 12 mánuðum liðnum. (Sjá hér.) Halda áfram að lesa
Hríseyjarfréttir
Þessi grein hefur vakið ótrúleg viðbrögð sem sjá má á kommentakerfi Kvennablaðsins. Hér er grein sem síðar var skrifuð af því tilefni. Halda áfram að lesa

