Eins og laufblað
sem feykist með vindinum
flýgur sál mín til þín.
En fætur mínir
standa kyrrir.
Halda áfram að lesa
Eins og laufblað
sem feykist með vindinum
flýgur sál mín til þín.
En fætur mínir
standa kyrrir.
Halda áfram að lesa
Ding!!!
Ding! syngur veröldin,
ding!
Klingir þakrenna í vindinum,
ding!
Þaninn strengur við fánastöng,
ding!
Hringja bjöllur
í elskendaálfshjörtum
ding, ding!
Sett í skúffuna í febrúar 1991
Stjörnum líkur
er smágerður þokki þinn.
Ég vildi vera ævintýr
og vakna í faðmi þínum,
kyssa fíngerð augnlok þín
og líða
inn í drauma þína
undir dökkum bráhárum.
Sett í skúffuna í janúar 1991
Einn morguninn
þegar ég vaknaði
var ég orðin stór.
Og lífið var húsbréfakerfi
og námslán
og kúkableyjur
og steiktar kjötbollur.
Og þarna úti
á prippsdósarbláum kvöldhimni,
dálítil rönd af tunglinu
og stjörnur.
Dansa augu þín
Sett í skúffuna í október 1990