Ding!

Ding!!!

Ding! syngur veröldin,
ding!
Klingir þakrenna í vindinum,
ding!
Þaninn strengur við fánastöng,
ding!

Hringja bjöllur
í elskendaálfshjörtum
ding, ding!

Sett í skúffuna í febrúar 1991

Draumur

Stjörnum líkur
er smágerður þokki þinn.
Ég vildi vera ævintýr
og vakna í faðmi þínum,
kyssa fíngerð augnlok þín
og líða
inn í drauma þína
undir dökkum bráhárum.

Sett í skúffuna í janúar 1991

Stór

Einn morguninn
þegar ég vaknaði
var ég orðin stór.

Og lífið var húsbréfakerfi
og námslán
og kúkableyjur
og steiktar kjötbollur.

Og þarna úti
á prippsdósarbláum kvöldhimni,
dálítil rönd af tunglinu
og stjörnur.

Dans

Dansa augu þín

í þykku myrkri.
Dansa varir við varir,
dansa hendur við hár.Dansa skuggar við Birtu,
það dagar
þú tínir mér blóm.

Sett í skúffuna í október 1990