Myndin er eftir Emily Balivet
Undir fullu tungli
dansa örlaganornir við Urðarbrunn.
Á daginn vinna þær vaðmál úr skýjum;
Urður spinnur bláa þræði og rauða.
Verðandi tvinnar þá saman.
Skuld slær vefinn og hlær. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Undir fullu tungli
dansa örlaganornir við Urðarbrunn.
Á daginn vinna þær vaðmál úr skýjum;
Urður spinnur bláa þræði og rauða.
Verðandi tvinnar þá saman.
Skuld slær vefinn og hlær. Halda áfram að lesa
Þegar þú vaknar
vaggar þér bátur á öldum.
Framundan fífilbrekka
og iðjagrænn lundur
og þar sem þú hefur numið tungumál fugla
veistu að hér ríkir friður og fegurðin ein. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Arnaregg eru ekki eins brothætt og maður gæti haldið.
Og þar sem það er eðli fíflsins að halda mörgum boltum á lofti
fer það létt með eitt arnaregg. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Á vorgrænum morgni,
gengur léttfættur drengur steinbrúna yfir ána
sem rennur meðfram húsi þínu.
Á höfði hans situr arnarungi. Halda áfram að lesa
Minn er sveinninn svinni
með sléttan maga og þétta
hönd og hvelfdar lendar,
herðar breiðar gerðar.
Mánabirtan brúna
brosir hrein við drósum.
Veit hann vörum heitum,
votum hvar skal beita.