Þeir eru brothættir
þessir vanillukossar
sem þú tyllir svo gætilega
á varir mér.
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Ljúflingur
Hvort ertu kráka í skógi
eða fiskur í hendi?
Hvít mjöll
á Miklubraut tímans.
Óskrifað ljóð.
Yndi í auga
er meðan varir
Er
meðan auga mitt kyssir
ylmjúkar varir.
Samt
Hjartsláttur sumars
þræðir einstigið
frá glötuðu sakleysi mínu
og aftur heim,
frostbitinn.
Ljóð fyrir ógrátinn Íslending
Andartak þagnar.
Hrafnskló við brjóst.
Hvort mun það Huginn
sem rekur klær milli rifja
eða Muninn sem sífellt rýfur
í marggróin sár?
Kyssir kólralskó
og ég sé í augum þér spurn
bak við litaðar linsurnar.
„Hvað hendir hjarta þess
sem verður þér náinn?“
„Engar áhyggjur ljúfastur,
hrafnar kroppa náinn
-að endingu
en þú ert nú lifandi enn.“
Lifandi enn
og þó stendur haugurinn opinn.
Flýgur hrafn yfir
og enginn þig svæfir.
Vættaseiður
Við þennan seið á helst að nota svipu.
Galið kvæðið og látið smella í svipunni í hvert sinn sem þið berið fram „dl“ hljóð (eins og ll í smella). Þetta er annarlegt í fyrstu skiptin því maður hneigist til að koma sér upp takti og það er dálítið óþægilegt að brjóta hann en tilgangurinn er einmitt sá að brjóta upp hugsanamynstur og þegar það tekst gerast undarlegir hlutir. Þeir sem eiga ekki svipu geta notað spaða eða bara klappað í lófann á sér. Halda áfram að lesa