Ljóð fyrir ógrátinn Íslending

Andartak þagnar.
Hrafnskló við brjóst.
Hvort mun það Huginn
sem rekur klær milli rifja
eða Muninn sem sífellt rýfur
í marggróin sár?

Kyssir kólralskó
og ég sé í augum þér spurn
bak við litaðar linsurnar.
„Hvað hendir hjarta þess
sem verður þér náinn?“

„Engar áhyggjur ljúfastur,
hrafnar kroppa náinn
-að endingu
en þú ert nú lifandi enn.“

Lifandi enn
og þó stendur haugurinn opinn.
Flýgur hrafn yfir
og enginn þig svæfir.

Share to Facebook