Kaffistofuspjall

-Alltaf verið að skíta atvinnurekendur út og væna þá um arðrán. En hvað um starfsmenn sem slóra í vinnunni og tilkynna veikindi á mánudögum? Maður er í rauninni búinn að kaupa vinnuframlag og hvað heitir það ef starfsmaður svíkur mann um það sem maður greiðir umsamið verð fyrir? Hvað heitir það? þusar Eigandinn og þótt ég sé honum hjartanlega sammála skil ég ekki alveg þessa umræðu í þessum hópi fólks.

-Ég held að þú getir nú verið sæmilega sáttur við það sem þú hefur fengið fyrir þinn snúð síðustu daga. 4 Kanar framleiða 10 stykki á tímann, við erum 6 og við náum að meðaltali 30. Það eru takk fyrir 200% afköst, segi ég.
-Hversvegna heldurðu að Kaninn nái ekki nema 10 böggum á tímann? urrar Eigandinn.
-Það stóð í leiðbeiningunum með vélunum, segir Sigrún bláeyg og Eigandinn dæsir.

Eymingja Sigrún. Hún er alls ekki vön verkstjórn og hefur ekki hugmynd um að ekkert er verksmiðju hættulegra en starfsfólk sem er meðvitað um verðgildi sitt, nema ef vera skyldi verkstjóri sem gerir undirtyllum grein fyrir því hversu mikið fyrirtækið græðir á að hafa þær í vinnu.

Ég elska Sigrúnu.

Best er að deila með því að afrita slóðina