Hótun

-Ég færi ykkur miklar gleðifréttir: Um helgina verður tekið til í herbergjunum ykkar og ef þið gerið það ekki þá geri ég það sjálf, sagði ég í hótunartón.

Þegar ég kom heim í gærkvöld voru Byltingamaðurinn og Sykurrófan farin í leikhús. Á herbergishurðinni var miði með þessari áletrun:

Gleðifréttir staðfestar.
Tiltekt hófst áðan og verður haldið áfram á eftir. Vinsamlegast aðhafist ekkert í millitíðinni.
-H

Þá er því markmiði náð. Nú þarf ég bara að kúga Heimasætuna og Pysjuna til starfa.

Best er að deila með því að afrita slóðina