Sjáðetta hvíta…

er sérsveitin að skíta… á sig af spenningi yfir því hver fái að prófa byssuna næst?

Mér yrði ekki rótt ef ég vissi af hvítabirni í bakgarðinum hjá mér. En er það samt ekki fulllangt gengið að senda gæsluna af stað í hvert sinn sem einhverju hvítu bregður fyrir úti í rassgati? Og af hverju í fjandanum er Landhelgisgæslan bara notuð til að leita að björnum en ekki til að bjarga þeim? Halda áfram að lesa

Venjulegt?

Mér finnst dálítið óhugnanlegt til þess að hugsa að það séu „venjuleg viðbrögð“ hjá sérsveitinni að miða byssum á höfuð óvopnaðra unglinga sem af tilviljun eru staddir nálægt hugsanlegum vettvagi glæps. Hversu góðum rökum þarf grunur að vera studdur? Er nóg að vera á ferð í götu þar sem eitthvað hefur gengið á? Í hverfinu? Er nóg að líta grunsamlega út?

Ég velti því fyrir mér hvort sérsveitin hefði brugðist jafn „venjulega“ við ef ungar stúlkur hefðu komið gangandi eða akandi frá húsinu. Móðir með börn? Hjón á áttræðisaldri? Þrír þekktir embættismenn? Þrír þekktir fjölmiðlamenn?

Getur verið að það sé út af fyrir sig grunsamlegt að vera „gaur“?