Hvaða lausn sérð þú?

Allt stefnir í að Ísraelsmenn sölsi undir sig það litla sem eftir er af Palestínu og drepi réttmæta eigendur landins eða stökkvi þeim á flótta. Engin friðsamleg lausn er í sjónmáli. Ísraelsmenn hafa engan áhuga á tveggja ríkja lausn og það að Hamas skuli njóta stuðnings stafar sannarlega ekki af því að trúarofstæki þeirra og mannréttindabrot gagnvart eigin fólki þyki svo frábær, heldur af því að þeir hafa staðið fast á því að gefa ekki eftir. Í Palestínu ríkir sennilega mjög lítill áhugi á tveggja ríkja lausn þótt það yrði nógu mikil bót til þess að hún yrði samþykkt ef Ísraelar hefðu áhuga á því. Halda áfram að lesa