Svar frá Sverri Agnarssyni við áskorun um að fordæma Brunei

Sverrir Agnarsson hefur nú svarað áskorun minni um að fordæma íslömsk refsilög sem tóku gildi í Brunei þann 3ja apríl sl. Vegna þrýstings frá mannréttindasamtökum og frægu fólki sem hefur hvatt til sniðgögnu á fyrirtækjum í eigu soldánsins og fjölskyldu hans hefur Brunei ákveðið að hætta við framkvæmd refsinga að sinni. Ekki stendur þó til að afnema lögin. Hér er svar Sverris við áskorun minni. Halda áfram að lesa

Hvað er íslamskt við ISIS?

Sverrir Agnarsson hefur svarað pistli mínum frá því í gær á facebook. Rétt er að taka fram að ég hef alls ekki krafið hann svara við mínum pælingum heldur beðið hann og Salmann Tamimi að bregðast skýrt og opinberlega við refislöggjöf Brunei. Það er þó alltaf gaman að fá svör frá fólki sem er vel inni í málunum og sérstaklega þegar svarið býður upp á áframhaldandi umræðu. Halda áfram að lesa

Þegar góða fólkið ætlar að hjálpa múslímum

Stundin birti í gær grein eftir Gunnar Hrafn Jónsson undir heitinu Dómstólar Guðs. Efni hennar er það sem í daglegu tali er kallað Sharia-lög, þ.e. lög sem byggð eru á trúarritum Islam. Greininni virðist ætlað að sýna fram á að sú grimmilega refsilöggjöf og lagaframkvæmd sem tíðkast í strangtrúarríkjum múslíma sé eiginlega ekki Islam að kenna. Halda áfram að lesa

Áskorun til talsmanna múslíma á Íslandi

Smáríkið Brunei hefur nú tekið upp dauðarefsingu við skírlífisbrotum. Nánar tiltekið á að grýta fólk til bana fyrir framhjáhald og endaþarmsmök, hvort sem það fellst á siðaboðskap Islam eður ei. Dauðarefsing liggur einnig við guðlasti og því að ganga af trúnni ásamt ýmsum alvöru afbrotum. Halda áfram að lesa

Af kvenhatri Salmanns Tamimi

Salmann Tamimi opnar á sér þverrifuna, verður það á að nefna son sinn sérstaklega en ekki dætur, sem miðað við hans uppruna ætti svosem ekki að koma neinum á óvart.

Á snjáldrinu verður allt vitlaust. Einhverja rámar í viðtal þar sem Salmann mælir með duglegri eiginkvennabarsmíð, helst með priki. Aðra minnir að þetta hafi nú kannski ekki alveg verið svona gróft. Ég sá þetta viðtal ekki sjálf en á endanum sendi ágætur maður mér útprent af því og kann ég honum bestu þakkir. Halda áfram að lesa