Smá brot úr Búsóskýrslunni

buso

Þegar ég frétti af því fyrir um tveimur árum að til stæði að kynna efni skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna hjá Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, ákvað ég að gera það sem í mínu valdi stæði til þess að hún yrði gerð opinber.

Það tók tvö ár. Halda áfram að lesa

Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns

Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.

Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa