Stærstu mistök Reykvíkinga

66459_10151649286648438_1545015980_nÍ upphafi 19. aldar var Reykjavík varla meira en þorp.  Þar bjó rjómi þjóðarinnar, athafnamenn og harðduglegt fólk sem byggði upp þessa menningarborg sem Reykjavík er í dag. Meirihluti Íslendinga var þó búsettur úti á landi. Á þeim tíma bjó vinnufólk við vistarband. Það merkti að þeim sem ekki höfðu jörð til umráða var skylt að ráða sig í vist, til árs í senn. Tilgangurinn var bæði að tryggja bændum fast vinnuafl og fátæklingum öryggi. Bændur höfðu framfærsluskyldu gagnvart hjúum sínum en á móti var vinnufólk bundið í vist fram að vinnuhjúaskildaga. Um leið átti vistarbandið að koma í veg fyrir vergang öreiga svo enginn hreppur sæti uppi með annarra sveita ómegð.

Halda áfram að lesa

Að vera gjaldþrota

jakki-151-643x1024Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?

Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.

En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?

Halda áfram að lesa

Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders

Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV)
Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna.

Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja land ganga með ökklabönd. Halda áfram að lesa

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

 

Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, umflóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því.

Einhverjir telja þó að Kristín sé bara að ræða staðreyndir um flóttamenn og benda á að stofnunin sé of fjársvelt og undirmönnuð til að sinna hlutverki sínu. Þetta sé ekkert öðruvísi en þegar talsmenn Vinnumálastofnunar eða Tryggingastofnunar bendi á að bótakerfið sé misnotað. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – sagan í heild

Söguna skráði ég með aðstoð túlks, konu frá Senegal sem talar bæði ensku og Wolof, móðurmál Mouhameds en hann talaði enga ensku þegar hann kom til Íslands. Hún gat einnig útskýrt fyrir mér ýmislegt varðandi menninguna og bent Mouhamed á atriði sem skipta máli sem mér datt ekki í hug að spyrja um.  Eftir að Mouhamed fór að geta tjáð sig á ensku kom í ljós að ég hafði misskilið nokkuð atriði – ekkert sem skiptir máli þó, Sagan er hér uppfærð frá fyrstu gerð til samræmis við þær leiðréttingar.

 

Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa