Meira en 50 milljónir á flótta í eigin landi

Straumur flóttamanna til Evrópu á síðustu árum hefur ekki farið fram hjá neinum. Fjöldi manns setur sig í lífshættu árlega til að komast yfir landamæri og margir týna lífi á leiðinni. Það sem af er árinu 2020 hefur yfirvöldum verið tilkynnt um minnst 760 manns sem hafa látist á flóttanum eða er saknað. En hörmungunum lýkur ekki þótt fólk komist á áfangastað. Oft eru hælisleitendur í biðstöðu árum saman, margir heimilslausir og margir á hrakningum milli landa. Halda áfram að lesa

Hættum tanngreiningum og meðhöndlum börn eins og börn

Djöfull eru þessar tanngreiningar ömurlegar. Ekki bara af því að þær eru óáreiðanlegar heldur af því að þær afhjúpa þá afstöðu ríkisvaldsins að ganga skuli út frá því að flóttafólk sé síljúgandi. Hversu mikill ætli kostnaður ríkissins við að reyna að sanna lygar á hælisleitendur sé? Halda áfram að lesa

Eru þessar dagsetningar tilviljun?

Þann þriðja júlí 2008 hófst barátta fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi fyrir alvöru. Atburði dagsins þekkja flestir. Eldhugarnir Jason Slade og Haukur Hilmarsson hlupu inn á flugbraut og röskuðu með því flugáætlun. Markmiðið var að hindra brottvísun pólitísks flóttamanns Pauls Ramses. Halda áfram að lesa

Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Hanna(mbl

Mynd: mbl,is/Hanna

– Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum Labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

„Í Afghanistan komast konur ekki af án fjölskyldu“ – Viðtal við flóttakonur sem á að vísa úr landi

Maryam og Torpikey

Mæðgurnar Torpikey Farrash og Maryam Rasí eru flóttakonur frá Afghanistan. Þær hafa dvalið á Íslandi í 11 mánuði.  Þær eru fyrstu konurnar frá Afghanistan sem sækja um hæli á Íslandi en standa nú frammi fyrir brottvísun.  Halda áfram að lesa