Særð eftir sýru

 

Fréttablaðið birtir í dag frétt með fyrirsögninni Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás. Þetta er sláandi fyrirsögn og rökréttast að álykta að ribbaldar hafi ráðist að henni í nótt eða gærkvöld með einhverskonar efnavopnum í þeim tilgangi að skaða hana.

Svo kemur í ljós að um er að ræða 2ja mánaða gamla frétt, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekki verið birt áður. Ekki var ráðist á Rannveigu, heldur bílinn hennar en hún varð fyrir þessu óhappi þegar hún opnaði bílinn sinn og efnið skvettist úr hurðarfalsi. Reyndar má draga í efa dómgeind manneskju sem snertir bíl sem hefur verið meðhöndlaður með efni sem er svo sterkt að það bræddi rúðurnar í bílnum hennar. Mig langar að sjá mynd af þeim rúðum því hafi sú frétt að önnur eins efnavopn séu komin í noktun hjá aðgerðasinnum verið birt fyrr, hefur hún farið fram hjá mér.

Sé það rétt að Rannveig hafi orðið fyrir meiðslum, lýsi ég samúð minni með henni. Ég held að langflestir umhverfissinnar vilji komast hjá því að valda manneskjum skaða hversu sekar sem þær eru. Mér er hinsvegar skítsama um bílinn hennar og mér er jafn drullusama um bíl Hjörleifs Kvaran. Því eins og umhverfissinnar hafa margbent á er jörðin ekkert ‘að deyja’ heldur er verið að drepa hana. Og þeir sem bera ábyrgð á því hafa nöfn og heimilisföng.

Er Ómar í hættu?

Mér finnst sorglegt þegar áhugaverðir pistlahöfundar sem hafa hugrekki til að varpa fram óvenjulegum hugmyndum og spyrja óþægilegra spurninga, verða svo oft fyrir persónulegum árásum og skítkasti að þeir neyðast til að loka á möguleikann á að senda inn athugasemdir til að komast hjá því að taka 4 vinnudaga í viku í að verja sig.

Halda áfram að lesa

Dööö!

Af hverju er það stórfrétt að hlutfallslega færri Pólverjar en Íslendingar hafi fengið á sig kærur en hinsvegar ekki minnst orði á að Litháar og Bretar séu samkvæmt þessari könnun mun meiri glæpahundar en landinn? Hverjir frömdu alvarlegu glæpina og skiptir það í raun einhverju máli? Hvaða kjána dettur í hug að fjöldi ákærðra í svona litlu samfélagi segi eitthvað um glæpahneigð eftir þjóðerni? Halda menn t.d. að Bretar séu líklegri til að fremja morð en Íslendingar eða gæti þetta háa hlutfall glæpabreta kannski staðið í einhverju sambandi við þá staðreynd að langflestir þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum umhverfissinna í sumar (og voru sumir hverjir kærðir fyrir það eitt að dansa á Snorrabrautinni) voru Bretar?

Ég hef enga trú á því að Pólverjar séu löghlýðnari en Bretar en kannski halda þeir sem tóku að sér að setja fram og túlka niðurstöður þessarar einkar óvísindalegu rannsóknar að þeir séu að gera Pólverjum einhvern sérstakan greiða. Sennilega standa líkurnar á því að fólk brjóti af sér bara ekki í neinu sambandi við þjóðerni.

Við eigum rétt á að vita það líka

Um daginn stóð Útvarp Saga fyrir skoðanakönnun á því hvort fjölmiðlar ættu að gefa upp þjóðerni meintra afbrotamanna og þjóðarsálin álítur víst að það sé rétt, gott og nauðsynlegt. Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna, nema þá helst þeim að auðvelda okkur að meta líkurnar á glæpahneigð út frá þjóðerni. Ef kemur t.d. í ljós að 20 Pólverjar hafa verið sakaðir um líkamsárásir, þá hlýtur það að segja eitthvað um eðli og innræti Pólverja almennt og full ástæða til að kenna börnum okkar að varhugavert sé að umgangast slíkan óþjóðalýð og aðra negra. Halda áfram að lesa

Bréf til RÚV

Kæra RÚV

Mig langar í helling af peningum og varð því mjög glöð þegar fréttir bárust af því (samkvæmt áreiðanlegum heimildum) að meðlimir Saving Iceland fengju greitt fyrir að vera handteknir. Þar sem fréttastofa RÚV hefur aðgang að áreiðanlegri heimildamönnum en ég sjálf, og Óli aktivisti, Haukur sonur minn, Siggi pönk og Helga gamla anarkistaamma, harðneita öll að borga mér svo mikið sem krónu með gati, fer ég þess á leit að fréttastofa upplýsi mig um eftirfarandi atriði:

-Hvaða fjársterku aðilar útvega hreyfingunni fé til að borga mér?
-Hversu mikið ég fæ fyrir minn snúð?
-Er virðisaukaskattur innifallinn í þóknuninni eða leggst hann ofan á?
-Er þóknunin kannski ekki gefin upp til skatts?
-Er sami taxti fyrir alla eða hef ég möguleika á að hífa mig upp? (t.d. upp í krana)

Sú spurning sem brennur heitast á mér er þó þessi:
-Hvert ég á að senda reikninginn?

Um leið og ég fer fram á svör við þessum spurningum vil ég koma því að að samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar, fá fréttamenn RÚV aukagreiðslur í formi kókaíns ef þeir ná að plata þjóðina með innistæðulausi bulli. Ég hef ekki í hyggju að færa nein rök fyrir þessari staðreynd en verði ég beðin um það mun ég standa við það sem ég segi.

 

Meintir

Mér fannst einhver hlutdrægnikeimur af þessari frétt, „Meintir mótmælendur á Seyðisfirði“  svo ég sló „meintir“ og „meintur“ upp á google. Fékk upp síður með orðinu í ýmsum samsetningum en þar sem það vísar til persónu eða fleiri manna kemur í ljós að menn eru gjarnan: Halda áfram að lesa

Hvurslags eiginlega fréttamennska …

… er þetta?

Kosningasigur Hamas er sumsé ástæðan fyrir fjárskortinum!

Hér með leiðréttist; ástæðurnar fyrir fjárskortinum eru:
a) Ísraelsmenn hafa neitað að skila lýðræðislega kjörinni heimastjórn Palestínumanna skatttekjum. Á íslensku heitir það þjófnaður.
b) Vestræn ríki hafa hætt fjárstuðningi við þessa undirokuðu þjóð (sem er algerlega háð utanaðkomandi stuðningi), til að refsa henni fyrir að kjósa sér stjórn sem er þeim ekki að skapi. Á íslensku heitir það kúgunaraðgerðir.

Ég er ekki hrifin af aðferðum Hamas. Ég hef forsendur til að vera það ekki því ég bý við þá lúxusaðstöðu að hafa alist upp í samfélagi þar sem þykir almennt æskilegt að leysa ágreiningsmál án ofbeldis. Ég hef aldrei lifað undir ógn herveldis sem er staðráðið í að svelta mig til bana. Ég er ekki hrifin af sjálfsmorðsárásum. Þær eru ekki geðslegar, þær eru heldur ekki rökréttar. (Eins og eitthvað sér rökrétt í lífi Palestínumanns í dag) Ég get hinsvegar vel skilið að fjölskyldufaðir sem á ekki lengur heimili af því að fólk sem nýtur verndar hers og lögreglu henti fjölskyldunni út, kemst ekki í vinnuna af því að búið er að reisa 8 metra háan múrvegg utan um hverfið þar sem hann býr, horfir upp á börnin sín grýtt á leiðinni í skólann og á á hættu að lenda í fangelsi ef hann reynir að hrindra það, og þarf að standa í margra klukkustunda argaþrasi til að komast yfrir vegatálma svo fáveik koma hans fái læknishjálp, sjái ekki annan kost vænlegri en að gefa herskáum stjórnmálaflokkið tækifæri. Ekki tókst hinum hófsama Yesser Arafat að binda endi á landránið.

Vesturlandabúar, sem hafa ekki döngun í sér til að skamma Ísraela fyrir vel lukkað þjóðarmorð, hvað þá meir, telja sig hinsvegar nógu merkilega til að sýna vandlætingu þegar hersetin þjóð rís gegn útrýmingarherferð á hendur sér og ekki nóg með þann subbuskap heldur tala fréttamenn virtra fjölmiðla eins og Hamas beri ábyrgð á fátæktinni.

Ég kann ekkert fuss sem lýsir hneykslun minni en vona að fréttamaðurinn sem skrifaði þetta fái bæði niðurgang og nábít.

 

Sumir eru fullir af skít

Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti) Halda áfram að lesa

DV er ógeð

dv_oglogo

Plúsinn svona ansi snjall í dag. Býður landanum tveggja mánaða áskrift að þeim ómerkilega snepli DV með svarmöguleikunum Já takk ég þori og vil gerast áskrifandi að DV í 2 mánuði og fá 2 miða á Sailesh og Nei takk, ég þori ekki.

Ég sé ekki í fljótu bragði að það þurfi sérstakt hugrekki til að láta fóðra sig á ærumeiðandi kjaftasögum. Ef það er fáránleiki fyrirsagnanna sem heillar er nærtækara að kíkja á Baggalút. Það kostar ekkert og þar sem sú netsíða er kynnt undir merkjum fáránleika, ættu fréttir og fyrirsagnir sem þar birtast ekki að skaða neinn alvarlega. Sá vondi blöðungur DV þykist hinsvegar færa okkur alvöru fréttir sem er öllu alvarlegra.

Þar sem Plúsinn býður ekki upp á svarmöguleikann Nei, ég borga ekki fyrir pappír undir kattasandinn eða Nei, ég styð ekki blað sem hefur sorpfréttamennsku að yfirlýstu markmiði svaraði ég þessari auglýsingu ekki.