Ert þú einn af þessum 86?

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur þróunarsamvinnu en fáir þekkja þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hefur fólk þá nokkra hugmynd um hvað það er eiginlega að styðja?

Allir vita að þróunarstarf snýst um að uppræta fátækt og sjúkdóma og það er í sjálfu sér nóg til þess að vera hlynntur því. Það er samt dálítið hallærislegt að 86,4% Íslendinga geti ekki tjáð sig um hluti sem flest okkar styðja þó eindregið svo hér eru nokkrir molar í neytendaumbúðum.  Smellið hér til að sjá gagnvirka útgáfu af skjalinu (með tenglum ofl. eiginleikum) Halda áfram að lesa

Íslenska velferðarkerfið?

Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum.

Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði 5600 kr fyrir það. Hin beið í 7 klukkustundir og var sagt að fara til heimilislæknis. Halda áfram að lesa

Betl

Það er áreiðanlega erfið vinna að vera betlari.  Sitja aðgerðalaus tímunum saman.  Augnaráð vegfarenda lýsa vorkunnsemi og þó oftar fyrirlitningu, þ.e.a.s. augnaráð þeirra sem á annað borð líta í átt til betlarans því flestir forðast að horfa á eymdina.  Og oftast lítið upp úr því að hafa. Halda áfram að lesa

Að vera gjaldþrota

jakki-151-643x1024Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?

Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.

En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?

Halda áfram að lesa

Sveltandi Íslendingar?

Myndin sem fylgdi frétt DV sýnir svanga Íslendinga í matarleit

Það er ömurlegt að samfélagsumræðan skuli vera á því plani að ef maður ætlar að gagnrýna vafasama meðferð gagna og túlkanir á þeim, skuli maður alltaf þurfa að taka fram að maður sé ekki að lýsa yfir hatri á einhverjum minnihlutahóp eða halda því fram að allt sé í himnalagi og allir búi við réttlæti. Ég tek því strax fram að ég efast ekki um að fátækt sé vandamál á Íslandi.

Engu að síður er þessi fréttaflutningur dæmi um arfavonda blaðamennsku. Þessi alþjóðlega könnun leiðir í ljós að 16000 Íslendingar telja sig ekki hafa nógu gott atlæti. Hún leiðir ekki í ljós að 16000 Íslendingar séu vannærðir. Sýnið mér nokkur hundruð Íslendinga sem eru undir kjörþyngd án þess að það skýrist af einbeittum megrunarvilja áður en þið segið mér að 5% þjóðarinnar búi við hungur.

Ég er ekki að segja að það hafi aldrei gerst á Íslandi á síðustu áratugum að einhver hafi dáið úr hungri en ég leyfi mér að fullyrða í þeim tilvikum eru fleiri breytur sem spila inn í, svosem óregla, heilabilun eða átröskun.

Uppfært: Efasemdir mínar um að hungursneyð ríki á Íslandi hafa vakið hörð viðbrögð.

Bent hefur verið á að margir nái ekki framfleyta sér án aðstoðar hjálparstofnana. En fréttin snerist bara ekkert um það hvort fólk þyrfti eða fengi aðstoð, heldur hvort það fengi nóg að borða. Fólk sem fær úthlutanir frá hjálparstofnunum er ekki sveltandi.  Ég er auðvitað ekki að segja að það sé viðunandi ástand, heldur er ég að efast um að 5% Íslendinga lifi undir hungurmörkum.

Aðrir hafa bent á rýrun kaupmáttar en það var heldur ekki umfjöllunarefnið heldur það hvort fólk fengi nóg að borða. Sá sem fær ekki nóg að borða grennist. Ef 5% þjóðarinnar væru að horfalla þá hlyti heilbrigðisþjónustan að hafa orðið þess vör. Mér finnst þessvegna líklegt að margir þeirra sem segjast ekki fá nóg að borða, eigi við að þeir fái ekki þann mat sem þeir vildu borða, frekar en að þeir séu sveltandi.

Hér má sjá hlutfall vannærðra í ýmsum löndum. Ekki er getið um neina vannæringu á Ísland á listanum en sem dæmi um lönd þar sem 5% þjóðarinnar eru vannærð má nefna Chile, Azerbaijan, Ghana, Egyðpaland o.fl.

Væri ekki nær að skoða þau fjölmörgu vandamál sem eru raunveruleg afleiðing fátæktar á Íslandi og sleppa þessu hungurklámi? Eða halda menn að það bæti eitthvað að ýkja vandann?

 

Að útrýma fátækt

Það er dálítið klaufalega að orði komist hjá forystumönnum flokksins míns þegar þeir segjast vilja útrýma fátækt á Íslandi. Allavega ættu menn að gera grein fyrir því hvað þeir eiga við með orðinu fátækt áður en þeir taka til við að útrýma fyrirbærinu. Fátækt er nefnilega eitt þeirra orða sem hafa enga merkingu nema í félagslegu samhengi. Bentu á fátækan Íslending og spurðu stéttlausan Indverja hvort hann sé fátækur. Sennilega yrði svarið nei. Samt sem áður þjáist þessi sami Íslendingur fyrir fátækt sína, eða kannski öllu heldur fyrir óréttlætið sem fylgir því að vera lágtekjumaður í samfélagi ríkra. Halda áfram að lesa