Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið?

Í framhaldi af umfjöllun um takmarkanir á tjáningarfrelsi í Evrópu

Í því flóði misskilnings, áróðurs og vafasamra upplýsinga sem alltaf fylgja krísum er þörf á áreiðanlegum fjölmiðlum. Eitthvað virðast íslensk yfirvöld efast um getu eða vilja fjölmiðla til þess að miðla réttum upplýsingum sem varða kórónufaraldurinn, því nú á, í nafni þjóðaröryggis, að koma á koppinn vinnuhópi sem á að „… kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.“ Halda áfram að lesa

Verður kartöflurækt einokuð?

Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi.

Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um það hvernig kapítalisminn snýst beinlínis gegn viðskiptafrelsi og maður þarf ekki að vera sérstakur aðdáandi „samsæriskenninga“ til að gruna að slíkar reglur séu settar með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Halda áfram að lesa