Reykjanesbær segist ekki leysa húsnæðismál með því að koma börnum í fóstur

Vegna frétta af húsnæðislausum foreldrum í Reykjanesbæ sem segja sveitarfélagið ekki bjóða upp á önnur úrræði en þau að koma börnunum í fóstur, sendi ég fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar um það hvort það væri almenn stefna sveitarfélagsins að bregðast við húsnæðishraki með því að leysa upp fjölskyldur og ef svo væri, hvernig það samræmist meginreglum barnalaga og opinberri stefnu sveitarfélagsins. Halda áfram að lesa

Barnaverndarfúsk

Mér hefur þótt sumt af því sem fram hefur komið um mál Hjördísar Svan benda til þess að búið sé að hræra þokkalega í börnunum.

Það er óvenjulegt að 13 ára drengur kalli stjúpföður sinn „manninn“ í stað þess að nota nafn hans og hugleiðingar hans um að pabbar í Danmörku drepi oft börn, bendir til þess að umræðan á heimilinu hafi ekki verið laus við tilhneigingu til dramatiseringar. Halda áfram að lesa

Hvernig móðir mín upprætti kristilegt barnaheimili

Í sögubókum framtíðarinnar verða áratugirnir í kringum þúsaldamótin kallaðir ‘framstigningaöldin’. Allavega í kristnisögunni. Allt í einu stigu allir fram og sögðu hryllingssögur þótt kynslóðum saman hafi allir þagað þunnu hljóði og ekki stigið eitt einasta skref nema hugsanlega í vænginn við kirkjuna. Halda áfram að lesa

Er píkutalsaðferðin vísindaleg?

blattÉg veit ekki hver setti fram þá kenningu að klám hvetti til kynferðislegs ofbeldis en píkutal antiklámhunda drægi hins vegar úr því. Ég veit heldur ekki með hvaða rökum.

Ef nauðgarar ákveða að finna sér geðslegra áhugamál eftir að sjá alþingiskonur gera sér upp fullnægingu á sviði er það vel. Ef það heldur aftur af dónaköllum að heyra lítil börn lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir megi ekki dónast í þeim þá er sjálfsagt að nota þá aðferð. Halda áfram að lesa