Harpa Hreinsdóttir og eineltið

Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan mann, heldur að neita að hlýða skilmálum fb, þegar reglum er framfylgt reglnanna vegna. Ég fékk svo aukinheldur staðfest að maðurinn hefði beðið Hildi persónulega afsökunar, sem vitanlega skiptir miklu máli. Halda áfram að lesa

Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa

Lára Hanna og vefvarpið

Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina. Halda áfram að lesa

Ráðherrann á ruslahaugunum

Fyrir réttri viku átti ég óformlegan og óskipulagðan fund með Innanríkisráðherra. Staðsetning þessa fundar okkar var táknræn; ég hitti ráðherrann af tilviljun á einni af endurvinnslustöðvum Sorpu.

Þegar ég sá ráðherrann á ruslahaugunum rifjaðist upp fyrir mér pistill sem Haukur Már Helgason skrifaði um málefni flóttamanna fyrir rúmu ári nokkrum árum. Heiti pistilsins var „Að fara út með ruslið“ en þar sem Haukur Már er því miður búinn að eyða blogginu sínu er hann ekki lengur aðgengilegur þar. Halda áfram að lesa

Kristín Vala og örbylgjugrýlan

Í gær birti ég pistil þar sem ég gagnrýndi framsetningu vísindamanns í áhrifastöðu á því sem ég taldi í fyrstu að væri hugsað sem viðvörun við gervivísindum. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ póstaði á facebook, án nokkurrar gagnrýni, tenglum á greinar sem eiga að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna. Greinum sem hafa birtst á veftímaritum þar sem uppistaða efnis er einkar vafasöm „vísindi“ á borð við  nýaldarkenningar, skottulækningar og geimverufræði. Mér fannst bagalegt að engar athugasemdir fylgdu. Halda áfram að lesa

Af dræsum og dándikonum

Ég spái því að óttinn við að almenningi verði ljóst að grínarar standi sig ekkert verr en þeir sem vilja láta taka sig alvarlega, verði svo sterkur að útkoman úr borgarstjórnarkosningunum verði samstarf sjálfstæðismanna, krata og vinstri grænna.

Sóley Tómasdóttir gaf það út fyrir löngu að hún útilokaði ekki samstarf við sjallana. Það kom illa við mig því þótt ég sé ekki sammála Sóleyju um það hvernig best sé að vinna að hagsmunum og frelsi kvenna, hef ég hrifist af heilindum hennar. Þar fer nefnilega kona sem hefur staðið af sér langvinnustu internetofsóknir gagnvart einstaklingi sem þekkjast á Íslandi vegna þess að hún hefur haft meiri áhuga á hugsjónum sínum en persónulegum vinsældum. Ég met það mikilis og finnst ömurlegt að svo mikil prinsipp manneskja skuli vera tilbúin til að skoða samstarf við flokk sem mun vinna á móti öllu sem hún stendur fyrir.

Eftir á að hyggja var það full bláeygt af mér að vænta þess að vg myndu ekki gefa Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að riðlast á sér enda er hórirí á pólitískum vettvangi almennt viðurkennt. Þ.e.a.s. á sömu forsendum og kynferðislegt hórirí. Fólk sem á fátt sameiginlegt getur stofnað til hjúskapar af því að það er hagkvæmt og það þykir bara sjálfsagt og eðlilegt að þau (og sérstaklega konan) þurfi þá að éta ýmis markmið og skoðanir ofan í sig og brosa út á við þótt heimilislífið sé í rúst. Kona sem lofar karli kynlífi út á svo og svo marga fimmþúsundkalla en gefur honum ekkert upp um framtíðarplön sín eða lofar honum neinu öðru, þykir hinsvegar hreint ekki fín.

Og þetta er einmitt munurinn á dindilhosum Besta flokksins og vinstri grænna. Dræsan lofar kjósandanum skyndirunki út á atkvæði en gefur engin marktæk loforð um framtíðina. Dándikonan lofar hinsvegar að halda heimili með bara einhverjum. Gott heimili jájájá, þótt sé reyndar útilokað að segja til um hvað makanum detti í hug eða að hve miklu leyti þurfi að lúffa fyrir honum. Það er allavega einhver svona umgjörð sem við þekkjum og einhvernveginn minna dræsulegt að gefa vel orðuð loforð og svíkja þau svo en að segja hreint út; ‘bara rosaflipp og svo líka svona allskonar fyrir aumingja ef við getum þá staðið við það’.

—–

Tjásur:

Segjum að Sóley hefði sagt að hún útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað hefði þá gerst ef VG og Samfylking hefðu samanlagt náð meirihluta? Þá hefði Samfylkingin verið stikkfrí til að gera það sem henni sýndist en VG gæti ekki annað en gefið eftir í öllum málum í mögulegum meirihlutaviðræðum við Samfylkinguna því flokkurinn hefði engan annan valkost nema að svíkja kosningaloforð. Úr því samningaferli kæmi síðan borgarstjórnarstefna sem væri litlu skárri en ef VG væri raunverulega í meirihluta með Sjálfstæðisflokk.

Ef VG hefði í slíku ferli fræðilegan möguleika á að semja við Sjálfstæðisflokkinn þá væri einmitt möguleiki á að ná fram fleiri stefnumálum flokksins í meirihluta með Samfylkingunni.

Posted by: Óli Gneisti | 18.05.2010 | 9:29:13

 

Já, þetta er áreiðanlega alveg rétt hjá þér. Hvernig sem á það er litið er fulltrúalýðræðið í skársta falli umgjörð utan um hrossakaup. Eiginlega algjör brandari.

Mér finnst útfærsla Spaugstofumanna á ýmsum pólitíkusum líkari þeim en þeir sjálfir og hef stundum sagt að Karl Ágúst og félagar myndu sennilega ekkert standa sig verr en ‘alvöru’ Alþingismenn.

Þegar Jón Gnarr var pottormur sagði skólastjórinn honum að hann gæti nú ekki lifað af því að vera sniðugur. Annað kom reyndar á daginn. Ef kjósendur komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að stjórna borginni með því að vera sniðugur, hlýtur spaugstofuframboð til næstu Alþingiskosninga að vera rökrétt framhald. Mér finnst það óstjórnlega fyndið.

Posted by: Eva | 18.05.2010 | 10:03:08

 

Ég sé bara voðalega lítinn mun á að kjósa Jón Gnarr í borgarstjórn og að kjósa Sigmund Erni í prófkjöri Samfylkingarinnar og koma honum þannig inn á Alþingi. Fræga fólks fíkn.

Posted by: Óli Gneisti | 18.05.2010 | 10:14:41