Skiljanlegt

natoVinkona mín hefur komist að þeirri niðurstöðu að innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan hafi verið “skiljanleg”.

Já. Ég skil þá vel. Ég skil líka ofsóknir Nasista á hendur Gyðingum. Ég skil yfirgang Ísraelsmanna í Paelstínu. Ég skil kosningasvindl og mannréttindabrot. Ég skil ofbeldismenn og morðingja. Ég skil náttúruníðinga, ég skil foreldra sem vanrækja börnin sín.

Mannkynið stjórnast af græðgi, sjálfselsku og ótta. Það er okkur eðlislægt að valta yfir aðra, kúga þá og svívirða sem minna mega sín og ryðja þeim úr vegi sem hindra okkur í því að fá það sem við viljum. Þessvegna eru allar mannanna misgjörðir ósköp skiljanlegar.

Hvort þær eru réttmætar er allt annað mál.

Bandaríkin eru eins og allir vita æðisleg. Þar á frelsið lögheimili og hann líka hann Gvuð almáttugur. Hann stendur með heimsveldinu og heimsveldið er þessvegna hafið yfir það sem er rétt, gott og siðlegt. Það er líka afskaplega skiljanlegt.