Enginn grátkór þótt málefnin séu alvarleg

mfik

Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Fjölmörg samtök og hreyfingar hafa fagnað þessum degi á síðustu áratugum en MFÍK, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa haldið hann hátíðlegan allt frá 1953.  Samtökin voru stofnuð árið 1951 sem deild í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna.  Ég ræddi við eina af stjórnarkonum MFÍK, Margréti Pálínu Guðmundsdóttur. Halda áfram að lesa

Ég get að minnsta kosti meitt sjálfa mig

selfharm

Undanfarið hef ég beint sjónum mínum að unglingum sem skaða sjálfa sig, ýmist með hættulegum megrunaraðferðum eða með því að veita sjálfum sér áverka. Viðmælandi minn er 15 ára stúlka. Hún byrjaði að skera sig þegar hún var 13 ára og er með ör eftir skurði víða um líkamann. Halda áfram að lesa

Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi

 

Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið.

Halda áfram að lesa

Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders

Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa

Gestapistill um lögleiðingu vímuefna

Here is the English version of this article, written by Thorkell Ottarsson.

Þetta er gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson. Þorkell hefur starfað í gistiskýli fyrir útigangsfólk í Drammen í Noregi í sex ár. Það áður vann hann í eitt ár á heimili fyrir geðfatlaða þar sem flestir voru í neyslu.

Halda áfram að lesa

Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson

Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.

Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)

Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa

Fréttir af Mouhamed Lo – frá Hauki Hilmarssyni

Það nýjasta sem er að frétta af máli Mohammeds Lo:

Í desember fór Mohammed fram á að honum yrði skipaður tiltekinn lögmaður sem hefur mikinn áhuga á máli hans. Þegar sá fór fram á að fá gögnin afhent, var honum tjáð að þar sem Mohammed hefði þegar verið skipaður annar lögmaður, væri það ekki í boði. Halda áfram að lesa

Forvarnir gegn mótmælum – gestapistill frá ALMA

Fyrir hönd ALMA, sem eru áhugasamtök um mannréttindi stofnuð 1995, vil ég mótmæla því í nafni lýðræðis og tjáningafrelsis að lögregluþjónar fari nú á milli félagsmiðstöðva unglinga sérstaklega til að ófrægja mótmælendur almennt og einstaka hópa þeirra, svo sem anarkista. Halda áfram að lesa