Eiga skattgreiðendur að styrkja djöflafræðinga?

jesusogdjofullinn-688x451

Malín Brand sagði frá reynslu sinni af söfnuði Votta Jehóva í DV fyrir rúmu ári. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig söfnuðurinn stuðlar að félagslegri einangrun. Hún segir einnig frá bannfæringunni sem hún varð fyrir þegar hún fór að skoða trúna með gagnrýnum augum, en bannfæringin fellur fullkomlega að skilgreiningum flestra skóla og vinnustaða á einelti. Halda áfram að lesa

Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín

kirkjan

Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Halda áfram að lesa

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

snake oilÉg er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa