Svör Sundstofu og fleiri orð í belg

sundÍ gær undraðist ég stofnun sérstakrar „Sundstofu“ og fyrirhugaðar rannsóknir á hennar vegum, sem áætlað er að verði gerðar í kjölfar könnunar á vef Þjóðminjasafns.  Valdimar Tr. Hafstein, talsmaður Sundstofu er í vinnuferð (ekki þó við sundrannsóknir) en hefur þrátt fyrir annir gefið sér tíma til að svara hluta þeirra spurninga sem ég beindi til hans. Kann ég honum bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð þótt enn sé mikilvægum spurningum ósvarað. Halda áfram að lesa

Fánaberar fávísinnar

Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér miklar og gagnlegar upplýsingar. Einnig heyrði ég frá fólki sem hefur á sama hátt og ég frétt af því að verk þess séu til umfjöllunar í kynjafræðinámskeiðum en á þess ekki kost að skoða hvort sú umfjöllun er fagleg og sanngjörn. Halda áfram að lesa

Trúboð í skólum er ekkert skaðlegt

Hvernig getur það skaðað börn þótt prestar heimsæki skólann, tali um kærleika og miskunnsemi og kenni börnunum að spenna greipar? Hafa þau eitthvað illt af því að læra að syngja Jesús er besti vinur barnanna? Ef þetta flokkast sem trúboð, hvernig stendur þá á því að mörg þessara barna verða samt trúleysingjar? Halda áfram að lesa

Hvaða lög gilda á skólalóðinni?

Þetta er aldeilis stórkostleg lausn eða þannig. Foreldrar krakka sem vilja taka þátt í þessum jackass-leik þurfa semsagt annaðhvort að gefa það skriflegt að þeir samþykki  ofbeldisleik eða þá að taka fram fyrir hendurnar á hálffullorðnu fólki með þeirri niðurlægingu sem það hefur í för með sér fyrir unglinginn. Halda áfram að lesa

Kristín Vala og örbylgjugrýlan

Í gær birti ég pistil þar sem ég gagnrýndi framsetningu vísindamanns í áhrifastöðu á því sem ég taldi í fyrstu að væri hugsað sem viðvörun við gervivísindum. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ póstaði á facebook, án nokkurrar gagnrýni, tenglum á greinar sem eiga að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna. Greinum sem hafa birtst á veftímaritum þar sem uppistaða efnis er einkar vafasöm „vísindi“ á borð við  nýaldarkenningar, skottulækningar og geimverufræði. Mér fannst bagalegt að engar athugasemdir fylgdu. Halda áfram að lesa

Finnst ykkur þetta í lagi?

Á snjáldrinu keppast notendur við að deila tengli á grein sem á að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna.

Efni greinarinnar er tilraun grunnskólabarns á tveimur plöntum. Margir hafa endurtekið þessa tilraun með töluvert vísindalegri vinnubrögðum og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að örbylgjuhitað vatn hafi önnur áhrif á plöntur en vatn sem hitað er með öðrum aðferðum. Halda áfram að lesa