Gestapistill – Er nægilegt framboð af miðaldra oflátungum?

Björn Ragnar Björnsson skrifar:

Réttlæti, frelsi, jafnræði og lýðræði. Hátíðlegt! Stór orð, stór hugtök en því miður ekki stór raunveruleiki. Réttlæti hefur lengst af þurft að láta í minni pokann fyrir andhverfu sinni miklu oftar en góðu hófi gegnir. Óskandi væri að fregna af ósigrum réttlætisins þyrfti að leita hjá elstu mönnum. Þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa af því beina reynslu síðustu tíu ár.

Frelsið er í ögn skárra formi, því okkur hefur á margan en ekki allan hátt miðað í frelsisátt. Samt þarf maður auðvitað að spyrja sig: Er maður sem beittur hefur verið óréttlæti eða á það á hættu raunverulega frjáls? Halda áfram að lesa

Gullauga þjóðarinnar

bessastadir-688x451
Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Tákn um það sem við getum öll sameinast um. Eins og við sameinuðumst um Kristján Eldjárn, eða a.m.k. þessi 65% sem kusu hann. Alveg eins og 34% þjóðarinnar sameinuðust um Vigdísi Finnbogadóttur. Þau voru tákn sameiningar þessi tvö. alveg eins og aðrir þjóðhöfðingjar og þjóðarleiðtogar. T.d. Pútín og Margrét Danadrottning. Halda áfram að lesa

Nýja Samfó í gömlum nærbuxum

screen-shot-2016-05-16-at-09-24-21-688x451

Samfylkingin er að spá í að bjarga lífi sínu með því að skipta um nafn og merki. Eða a.m.k. eru Magnús Orri Schram og Ágúst Ólafur Ágústsson að spá í það. Ekki bara með því að skipta um nafn og merki reyndar, það þarf líka að bjóða upp á ferskt blóð. Ferska blóðið á víst að sækja til Bjartrar Framsóknar, Viðreisnar og flokka sem fleiri en fimmtíu hræður utan nánasta vinahóps flokksmanna  geta hugsað sér að kjósa. Sniðugt trix. Halda áfram að lesa