Hökunornin

Einn daginn þegar ég leit í spegilinn að morgni, tók ég eftir því að hakan á mér hafði lengst. Í fyrstu var ég ekki viss, hélt að þetta væri kannski vitleysa í mér en þegar ég kom í vinnuna hafði samstarfsstúlka orð á því eitthvað væri einkennilegt við andlitið á mér. Ég hef alltaf verið talin snotur og þetta olli mér satt að segja áhyggjum. Halda áfram að lesa

Álög

Hér er fjöllin líkust svörtum sandhrúgum, flöt að ofan eins og krakki hafi klappað ofan á þau með plastskóflu og ná alveg fram í sjó. Stundum sér maður endur á vappi uppi í fjalli þar sem fjaran er engin. Þorpið kúrir undir fjallinu, sveipað grárri móðu hversdagsleikans jafnt sem móðu þokunnar. Hér er ljótt. Halda áfram að lesa