Ljóð handa bjargvætti

Bjargaðu mér!
Bjargaðu mér frá dráttarvöxtum.
Frá samveru við fjölskylduna.
Frá því að heyra ekki framar “heimild synjað”
við afgreiðsluborðið í Bónus.Bjargaðu einnig súlustúlkunni
(sem áður vann 7 tíma á dag á spænsku hóruhúsi)
frá því að eygja von um svepplaust líf
með því að bera sig fyrir manninn þinn
bak við tjöldin.Bjargaðu frá geðillskukasti
öllum háskólagengnu konunum
sem sjá eftir tekjum maka sinna

í vasa ómenntaðs útlendings.

Frétt

Á litþrungnum blámorgni
blómstra kyrraðarrunnar í Norðurmýrinni
og einsemdin röltir í skjóli þeirra
á fund lausakonu sem vakir enn
með huggun í höndum.

“Velkomin”, segir hún
og brosið nær fram í fingurgóma.
“Nú hætti ég bráðum í bransanum.

Þeir sýndu dömunni stjörnur í gær.”

Engan bilbug

Í þessum geira
dregur umfjöllun úr eftirspurn
í bili.Bugast ekki af bilinu því
þótt flestir séu draumar mínir
fallnir í gjalddaga.Kasta út interneti og símalínu
og dreg;
þeir fiska sem róa.

Veit sem er
að með tímanum mun umtalið
miðla árangri,
fjöl til að fljóta á,
varpa ljósi á augu hinna umræddu

sem enginn hefur ennþá spurt álits.