Grilljón

Ég skil ekki muninn á milljón
milljónum dala og trilljón
en amerísk trilljón
á íslensku er billjón
og allt fyrir ofan er grill, Jón.

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/sigurdurmar/1321387/

Á íslensku er:
milljarður = þúsund milljónir
billjón = milljón milljónir
trilljón = milljón biljónir

Í Ameríku er
billjón = milljarður
trilljón = billjón

Vögguvísa byltingarmóður

Bíum, bíum bambaló
bambaló og dillidillidó
Anarkistar raska þinni ró
en úti geysar alþjóðleg kreppa

Efnahagsins undur snjallt
eins og spáð var reyndist valt
Allt var fyrir aura falt
og groups mátti laga og leppa

Bankahrunið buldi á
bjarvættirnar fóru á stjá
Engum kenna um þó má
og enginn vill völdum sleppa

Öllu á botninn er nú hvolft
enn þó situr stjórnin stolt
Auðmenn flýja en oss er hollt
um atvinnu að slást og keppa

Vilji góður vinur minn
valda tryggja stólinn sinn
góða stöðu fljótt ég finn
Frændur þær allar hreppa.

Fæðing

Það rigndi
daginn sem þú komst í heiminn.

Ég horfði á regnið lemja glugga fæðingarstofunnar
á gráasta degi þessa sumars
og fann minna fyrir eftirvæntingu en þreytu.

Anda, ýta, anda, ýta,
ætlar þetta aldrei að taka enda?
Regnið hætt að lemja
og ég tel dropana sem renna niður rúðuna
hægar og hægar.

Svo ein hríðin enn
og skyndlilega –
fagnandi rödd ljósmóðurinnar:
„Sjáðu, sjáðu strákinn!“
og eitthvað heitt og blautt á maganum
og tvö lítil augu
sem horfa.

Tvö lítil, dökk augu
sem horfa,
rannsakandi,
hljóðalaust.
Hvernig er það annars með svona börn,
eiga þau ekki að gráta?

Loksins org
og leitandi munnur
Og alla tíð síðan
sól.