Orkusteinabullið

Þegar ég opnaði Nornabúðina hélt ég að aðeins mjög þröngur hópur nýaldarsinna tryði á svokallaða orkusteina. Ég hélt bara að almenn eðlisfræðiþekking dygði til þess að uppræta þá hugmynd að grjót búi yfir einhverri sérstakri ‘orku’, hvað þá að nærvera ákveðinna steinda lækni sjúkdóma. Ég hafði rangt fyrir mér. Trú á stokka og steina er með ólíndum sterk og útbreidd. Ég heyri jafnvel fólk sem ég hef talið vera mjög skynsamt halda því fram að það sé ‘orka í öllum hlutum’ og þ.a.l. hljóti steinar að hafa áhrif á mann.

Orka í öllum hlutum, jújú. Efni er í sjálfu sér orka sem hefur tekið á sig form. En grjót er dautt. Það tekur ekki til sín orku og gefur ekki frá sér orku á sama hátt og lífrænt efni. Það er til einföld leið til að mæla orkuna í grjóti. Útbúðu tvö rými, jafnstór og gættu þess að hitastigið í þeim sé það sama. Settu 200 kg af grjóti í annað rýmið, 200 kg af fólki í hitt. Bíddu í klukkutíma og mældu hitastigið aftur. Sennilega kemur í ljós að orkan frá grjótinu en nánast engin.

Það er rétt að steinar hafa áhrif á þá sem nota þá en það er ekki vegna þess að þeir búi yfir svo gífurlegri orku. Það Bullið í kringum þessi orkusteinaspekina er með ólíkindum.

Best er að deila með því að afrita slóðina